Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 145

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 145
UMSAGNIR UM BÆKUR skólanáms. En nú er vitneskjan um köllun- ina orðin svo sterk að hann sezt við það í háskólaborginni að semja tónverk. Og það er ekki fyrr en eftir tólf ár að hann snýr heim aftur til að vera við jarðarför yngri bróður síns og hefur þá meðferðis handritið af rapsódíunni Frú Lúnu í snörunni, sem hann er búinn að eiga tilbúna í þrjú ár, en nú á að leika opinberlega undir hans eigin stjórn í Osló eftir nokkra daga. Það verður auðvitað að hafa það hugfast að sagan er ekki þjóðfélagsleg og ekki held- ur þjóðleg; þó höfundur telji hana hluta af Noregi hefði hún getað gerzt hvar sem er, að minnsta kosti í Evrópu. Það má þvf ekki reyna að lesa út úr henni annað en það sem í henni er og ekki krefjast að hún sé af ein- hverju öðru en hún er, eins og stundum er gert, og lasta hana síðan út frá því. Sagan er saga ungs manns með lítið veganesti sem leitar að sjálfum sér og hamingju sinni. Með því stendur hún eða fellur. Astæðan til þess að Askur á unga aldri lendir í klónum á þessum tveimur konum, sem hvor á sinn hátt eru hreinar mannætur. er ekki vondur félagsskapur eða að hann sé óvenju kvensamur. Auðvitað er maðurinn ungur og ástarþurfi, óreyndur og ekki fast- ur í rásinni, en orsökin er samt þörf hans eftir hamingju og kærleika norður í þessu kalda helvíti. Kenndir sem hann hefur aldrei fengið fullnægt, hvorki í heimahúsum né skólanum. Það er sjálf listsköpunin sem hrópar til hans á máli sem hann enn skilur ekki og fær því þessa útrás. Lýsingarnar á fólki, umhverfi og atburð- um og sálarlífi þessa pilts eru víðast hvar ágætar, orðgnótt hugkvæmni og frásagnar- gleði mikil. Höfundur er svo frjór að hann bókstaflega gýs orðum og hugmyndum, og honum þykir svo vænt um þessi afkvæmi sín að ekki kemur til mála að bera neitt af þeim út. En það sem að mínum dómi lýtir söguna er einmitt þessi mælska og hinn kryfjandi stíll sem oft verður að hreinni mælgi sem flæðir yfir alla bakka og gerir manni lesturinn leiðan frekar en hann skerpi þær myndir sem verið er að draga upp. Og nú uppgötvar maður allt í einu hvers- vegna lýsingarnar á samförum kvennanna og piltsins eru svona ýtarlegar. Þær eru blátt áfram í samræmi við stíl bókarinnar. Það er engin ástæða til að ætla að þær komi til af því að höfundurinn sé að velta sér í kynórum eða æsa lesendur sína eða hneyksla að óþörfu, né að það sé kaupsýslu- hragð til að selja bók. Ég efast sem sé ekki um heiðarleg vinnu- brögð höfundar en held að bókin hefði grætt á takmörkunum, skarpari myndum en minni útskýringum. Einhverjir fegurstu kaflar bókarinnar eru liinir tveir næstsíðustu um Baldur, bróður Asks. Hann hefur alltaf verið slæmur við þennan yngri bróður sinn og jafnvel barið hann einusinni til óbóta. Nú er Baldur dá- inn og minningarnar um hann og bréfið frá honum er ósvikinn skáldskapur. Þýðing Jóhannesar úr Kötlum er með ágætum. Hd. St. 319
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.