Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 145
UMSAGNIR UM BÆKUR
skólanáms. En nú er vitneskjan um köllun-
ina orðin svo sterk að hann sezt við það í
háskólaborginni að semja tónverk. Og það
er ekki fyrr en eftir tólf ár að hann snýr
heim aftur til að vera við jarðarför yngri
bróður síns og hefur þá meðferðis handritið
af rapsódíunni Frú Lúnu í snörunni, sem
hann er búinn að eiga tilbúna í þrjú ár, en
nú á að leika opinberlega undir hans eigin
stjórn í Osló eftir nokkra daga.
Það verður auðvitað að hafa það hugfast
að sagan er ekki þjóðfélagsleg og ekki held-
ur þjóðleg; þó höfundur telji hana hluta af
Noregi hefði hún getað gerzt hvar sem er,
að minnsta kosti í Evrópu. Það má þvf ekki
reyna að lesa út úr henni annað en það sem
í henni er og ekki krefjast að hún sé af ein-
hverju öðru en hún er, eins og stundum er
gert, og lasta hana síðan út frá því. Sagan
er saga ungs manns með lítið veganesti sem
leitar að sjálfum sér og hamingju sinni.
Með því stendur hún eða fellur.
Astæðan til þess að Askur á unga aldri
lendir í klónum á þessum tveimur konum,
sem hvor á sinn hátt eru hreinar mannætur.
er ekki vondur félagsskapur eða að hann sé
óvenju kvensamur. Auðvitað er maðurinn
ungur og ástarþurfi, óreyndur og ekki fast-
ur í rásinni, en orsökin er samt þörf hans
eftir hamingju og kærleika norður í þessu
kalda helvíti. Kenndir sem hann hefur
aldrei fengið fullnægt, hvorki í heimahúsum
né skólanum. Það er sjálf listsköpunin sem
hrópar til hans á máli sem hann enn skilur
ekki og fær því þessa útrás.
Lýsingarnar á fólki, umhverfi og atburð-
um og sálarlífi þessa pilts eru víðast hvar
ágætar, orðgnótt hugkvæmni og frásagnar-
gleði mikil. Höfundur er svo frjór að hann
bókstaflega gýs orðum og hugmyndum, og
honum þykir svo vænt um þessi afkvæmi
sín að ekki kemur til mála að bera neitt af
þeim út. En það sem að mínum dómi lýtir
söguna er einmitt þessi mælska og hinn
kryfjandi stíll sem oft verður að hreinni
mælgi sem flæðir yfir alla bakka og gerir
manni lesturinn leiðan frekar en hann
skerpi þær myndir sem verið er að draga
upp.
Og nú uppgötvar maður allt í einu hvers-
vegna lýsingarnar á samförum kvennanna
og piltsins eru svona ýtarlegar. Þær eru
blátt áfram í samræmi við stíl bókarinnar.
Það er engin ástæða til að ætla að þær komi
til af því að höfundurinn sé að velta sér í
kynórum eða æsa lesendur sína eða
hneyksla að óþörfu, né að það sé kaupsýslu-
hragð til að selja bók.
Ég efast sem sé ekki um heiðarleg vinnu-
brögð höfundar en held að bókin hefði
grætt á takmörkunum, skarpari myndum en
minni útskýringum.
Einhverjir fegurstu kaflar bókarinnar eru
liinir tveir næstsíðustu um Baldur, bróður
Asks. Hann hefur alltaf verið slæmur við
þennan yngri bróður sinn og jafnvel barið
hann einusinni til óbóta. Nú er Baldur dá-
inn og minningarnar um hann og bréfið frá
honum er ósvikinn skáldskapur.
Þýðing Jóhannesar úr Kötlum er með
ágætum.
Hd. St.
319