Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 17
ALDAKMINNINC ÞORSTEINS EKLINGSSONAK tímans. Persónulega er hann sagður verið hafa mjög tilgerðarlaus, lítt skáld- legur í tali og háttum og svo mikill sveitamaður að liann borgaði skuldir sínar refjalaust strax og hann gat. Sami alþýðlegi heiðarleikinn einkennir skáldskap hans í hvívetna. Hér við bætist að nú segja margir tízkumenn bókmenntanna að ljóð eigi helzt ekki að flytja neinn ákveðinn boðskap, allra sízt samfélagsleg- an, ekki fjalla um söguleg efni, ekki vera menguð tilfinningasemi, ekki fjölorð né langdregin, heldur eigi þau að vera einskonar stuttur, hnitaður fleygur inynda og líkinga sem hittir í ákveðið listrænt mark. Ekkert af þessu kemur allskostar heim við skáldskap Þorsteins Erlingssonar. En hér sannast sem fyrr að engu skáldi verður gefin forskrift um val yrkis- efna né meðferð þeirra: það er sjálf þróunin sem ákvarðar slíkt í fratnhaldi af fortíðinni og í samræmi við gerð og reynslu skáldsins sjálfs. Okkur er óhætt að trúa því að einmitt svona hlaut Þorsteinn Erlingsson að yrkja og standa með því eða falla. Minnstu máli skiptir hvort við köllum hann alþýðuskáld eða þjóðskáld eða stórskáld. Hitt er alls um vert að ljóð hans, rík af sögu og boðskap, snauð að myndum og líkingum, eru sannleikurinn, eins og hann skynjaði hann og lifði. Sannleikur mannsins í íslenzku ljósi. Söngfuglinn var sú mynd og líking sem var Þorsteini hugstæðust — mikill hluti ljúflingsljóða hans er helgaður þeim fugli. Samúð hans með öllu því sem var minnimáttar, þrá hans eftir flugi og tónum frelsisins, kristallaðist í þessari veikhyggðu veru sem er í sífelldri lífshættu, en lyftir sér þó af mestri Iífsgleði upp í sólbláan geiminn. Þegar ég stend á Valahnúki í Þórsmörk og horfi út yfir fljótið niður til hlíðar, þá opnast mér stundum hin glódöggvaða veröld' piltsins sem átti heima þar í einu kotinu. Stundum stendur hann úti á hlaði og gáir inn til merkurinn- ar, stundum bíður hann á fjarlægri strönd og starir norður yfir haf. Ég lít í augu piltsins, en sé ekki hvort þau eru dökkbrún eða dökkblá — hitt finn ég að þau elska mig og landið í kringum mig. Og mér finnst þelta fallegustu augu sem ég hef séð. Og mér þykir sem landið hefjist við tillit þessa huldukynjaða pilts: það glampar á sál í jöklinum, það titrar hjarta í laufinu. Og allt í einu tekur fugl að syngja. Ég sé ekki fuglinn, ég veil að hann er ósýnilegur á flugi í lítilli bók. Og sem „blíðróma ljóð“ lians kveða við hverfur mér öll rangsleitni heimsins, upphlaup djöflanna er liðið hjá, tignirnar rísa við sjónhring, himnarnir standa í þeirri fegurð sem við öll þráum. Þetta er sólskríkja Þorsteins Erlingssonar — fuglinn sem kom fljúgandi út ur einu mesta þrumuveðri í íslenzkum bókmenntum. 191
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.