Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Page 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að snerta geð íslendinga meðan þeir halda tungu sinni. Enn í dag heyrum við þrumugnýinn í hendingum þess, en fyrir sextíu árum hlaut það að birtast mörgum sem skaðræðiselding, vís til að kveikja í öllu sem fyrir varð. Þá var þetta með öðrum orðum byltingin sjálf. Andi endurreisnarinnar hafði að vísu svifið yfir vötnum nítjándu aldar frá upphafi, en eigi að síður þjökuðu þá margvísleg hrakföll þjóðina sem löngum fyrr. Réttum tíu árum áður en Þyrnar sáu fyrst dagsins Ijós harðist fólk við hungurvofuna víða um héruð og tvö þúsund manns flýðu til Vesturheims. Og ári áður skalf jörðin svo hastarlega í heimbyggð Þorsteins Erlingssonar að yfir tvö þúsund bæir og útihús hrundu þar til grunna. Hér sat því enn þjóð í nauðum sem hræddist drauga og útilegumenn, jafnvel snakka og skoffín, og leitaði sér helzt fróunar í himneskri náð. Slík þjóð, svo brennd og kalin og hrjáð sem hún var, hlaut að bregðast misjafnlega við slíku ávarpi: vissulega hafði hún séð upphlaup nógu margra djöfla, séð nógu margar tignir hníga að velli, séð nógu margar stoðir höggnar undan himnunum. En þegar betur var að gáð fylgdi svo hvítur galdur þessum hörðu skilmálum að svört nóttin og svart djúpið breyttust fyrr en varði i hið fyrirheitna land með morgunsól yfir tindum og silfurlindir niðandi í hlíð. Og fáir stóðust þann seið: sumir formæltu að vísu þessum hneykslanlega ofsa, en hinir sem þján- ingin hafði gert andvaka földu hið nýja galdrakver vandlega undir koddanum sínum og lofuðu guð. Það er alkunna hvernig sársauki meinlegra örlaga getur safnazt fyrir í þjóðardjúpinu, þar til utanaðkomandi þrýstingur knýr niðurbælt ópið fram á varir snillinganna. Boðberar endurreisnarinnar höfðu allir sótt hljóminn í kall sitt til erlendra frelsishræringa. Sama máli gegnir um Þorstein Erlingsson. Þyrnar voru ávöxturinn af þrettán ára harðri útivist hans við Eyrarsund. A þeim árum hafði iðnbyltingin leitt af sér síharðnandi stéttabaráttu í Dan- mörku og tendrað kyndil sósíalismans í brjósti verkalýðsins, en við var að etja harðsnúna afturhaldsstjórn sem studdist við rótgrónar erfikenningar kirkjunnar. Þessi barátta kveikti svo í hjarta Þorsteins að það logaði. Menn geta hollalagt um það hvort meiru hafi þar ráðið meðaumkun eða skilningur. en hilt virðist auðsætt að stormar borgarlífsins hafi ýft það djúp í vitund skáldsins sem þangað var runnið undan fargi hinna myrku alda heima á fróni. Uti í Sælundi hinum milda komst Þorsteinn að þeirri niðurstöðu að ógn- andi myndir Himnaríkis og Helvítis væru blekkingasmíð jarðneskra drottna og að ríki framtíðarinnar yrði að rísa af lausn hinnar undirokuðu alþýðu — sigri mannsins sjálfs. Þetta varð honum æ síðan sá sannleikur sem jafna skyldi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.