Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 65

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 65
SOGULEG BOK M ENNTAVERÐLAUN bar að, og varð niðurstaðan sú að þótt Pasternak fagnaði þeim í fyrstu, þá lét bann undan eða sá sig um liönd og afsalaði sér þeim. Menn finna til með skáldinu, sem þeytt hefur verið svo harkalega út í hringiðu kalda stríðsins (og málið er sannarlega í bók- menntalegum skilningi víðtækara en svo að það takmarkist við persónu hans), en píslar- vætti hans virðist þó mjög vera orðum aukið, skáldið hefur ekki sætt þeim ofsóknum sem af er látið í fréltum og m. a. virðist ranghermt að skáldsaga hans, Sívagó læknir, hafi verið bönnuð af yfirvöldum eða ekki komið út í Sovétrikjunum, þó að Novy Mir hafnaði henni, eða ekki verður annað séð af grein sem Etiemble, prófessor við Sorbonne-háskóla í París ritar í Le Monde 4. nóv. s.l., en hann var einmitt staddur í Moskvu dagana sem mest gekk á út af Pasternak eftir að liann fékk NóbelsverðÍaunin. Þar segir: „Enda þótt ég heyrði hina og þessa tala miðlungi vel um skáldsöguhöfundinn Pasternak uppgötvaði ég fljótlega að það var verið að leika Shakespeare-þýðingar hans í Moskvu, og að nafn hans stóð á auglýsingunum, skráð auglýsingaletri, þó öðru sé haldið fram í hinum vestræna heimi. Maður sem kunnugur er skáldinu skýrði mér síðan frá því að píslarvott- urinn hefði opið hús í dötsjunni sinni þar sem ferðamenn úr öllum heiminum kæmu til að votta honum virðingu; að hann læsi gjarnan upp úr óprentuðum verkum sínum, sem færu manna á milli í vélrituðum uppskriftum, fullkomlega á vitorði yfirvaldanna; að fleiri en einn bókmenntamaður helði uppgötvað á rússnesku Sívagó lækni (í staðinn fyrir Gosiz- dat, hókaútgáia ríkisins, stóð Samizdat, útgáfa höfundar, á bókarkápunni); og loks frétti ég það sem mér þótti mikilvægast, að þrátt fyrir bréfið frá ritstjórum Novy Mir, þar sem þeir neituðu að prenta skáldsöguna, hafði mjög verið í ráði að gefa hana út þegar fram- hleypni ítalska útgefandans hleypti „málinu" af stokkunum og torveldaði fyrirætlanir hinna frjálslyndu. Þrátt fyrir tóninn í vestrænum blöðum, sem höfðu lofað Pasternak mánuðum saman sem óvin sovézks stjórnarfars (það hefði dugað honum til glötunar ef stjórnarfarið væri slíkt sem af er látið!) og enda þótt Sívagú væri „bestseller" í Bandaríkjunum (sú staðreynd sannar að minnsta kosti hið óhreina eðli hrifningarinnar), þá höfðu sovézk yfirvöld ekki hreyft fingur og ekki sagt eitt orð sem gæti valdið vinum skáldsins áhyggjum." Til að gefa örlitla Imgmynd um Boris Pasternak birtir Tímaritið kvæði eftir hann, sem Geir Kristjánsson þýddi úr frummálinu, og grein um skáldið eftir franskan bókmennta- mann, Georges Mounin. Kr. E. A. 239
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.