Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 61
TIMARIT MALS OG MENNINGAR
Hann talaði þarna oítar en einu sinni.
Hann var urn ýmislegt ósammála
frummælendum. Og hann mælti á
þann hátt, sem ég hreifst af. Það var
eitthvað svo bjart yfir máli hans öllu
og fasi. Framkoman einkar látlaus og
hlý, og fullkomin prúðmennska í mál-
flutningi.
Hitt var frétt, sem einhverntíma að
vetrarlagi barst um sveitina, að á
sýslufundi á Sauðárkróki hefði Árni
lent í kappræðu við nokkra presta -—
sennilega um trú- eða kirkjumál—- og
borið af um ræðumennsku og rök-
semdir.
En þótt Árni væri prýðilega máli
farinn, stundaði hann ekki ræðu-
mennsku né fundarstarfsemi um æv-
ina. Kyrrlát vinna, reist á íhugun og
gaumgæfni, stóð honum efalítið miklu
nær skapi. Hann var ágætur ritstjóri
frjálslegs tímarits og átti í Iðunni
margar prýðilegar greinar. Hann
hafði ríkan áhuga og glöggan skiln-
ing á alþjóðlegum stjórnmálum, var
frjálslyndur án þess að vera nokkurn-
tíma uppi í skýjunum. Og hann beitti
rólyndri íhygli við hvert eitt málefni,
sem fjallað var um. Hann fékkst all-
mikið við þýðingar úr erlendum mál-
um, einkum norsku og vann þar m. a.
hæði fyrir Mál og menningu og Bóka-
útgáfu Menningarsjóðs, eftir að Ið-
unn hætti að koma út. Hann var rit-
fær í bezta lagi, málið lipurt og fag-
urt, og smekkur óbrigðull.
I tímariti Máls og menningar átti
hann tíðum ritdóma. Og efalítið má
telja hann einhvern okkar markverð-
asta ritdómara síðustu áratugi. Til
þess hafði hann flesta kosti, því auk
gáfna sinna, smekks og ritleikni,
reyndist hann allra manna sanngjarn-
astur og heiðarlegastur í dómum sín-
um.
Meðan ég sit við að skrifa þessar
fáu línur um gamlan vin, verSur mér
tíðlitið til stólsins hérna hinum meg-
in við borðið, þar sem Árni sat jafn-
an, er hann tók sér gönguferðir suður
í Skerjafjörð og við fengum færi á að
rabba saman nokkra stund. Alltaf
fylgdi honum skemmtilegur og hlýr
andblær með léttri gamansemi.
Nú situr hann þar ekki lengur.
En hver véit nú annars um það?
Við skammsýnir menn kunnum harla
lítil skil á því, hvað í raun gerist, þeg-
ar þreytt hjarta hættir að slá.
En þótt stóllinn hans sé nú auður
fyrir sjónum okkar, sem enn erum
hérna megin tjaldsins, lifir minningin
um Árna Hallgrímsson sem stórvel
gefinn, hlédrægan ágætismann.
235