Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 127
FRIÐLÝST LAND
yrði birt fyrir nóvemberlok og þegar yrði sett nefnd, skipuð fulltrúum allra
stjórnarflokkanna til samninga við Bandaríkin.
Kjarninn í svari Framsóknarflokksins er þessi:
„Því miður er alls ekki hægt að sjá, að horfur í alþjóðamálum hafi tekið
slíkum stakkaskiptum til hóta eftir þá atburði, sem gerðust í fyrra haust, að
telja megi þær hliSstæðar því, sem þær voru í marzmánuði 1956.“
En Alþýðuflokkurinn segir:
„Það er skoðun Alþýðuflokksins, að það sé ekki samrýmanlegt öryggi Is-
lands, að taka nú upp viðræður um endurskoðun varnarsamningsins með
brottför varnarliðsins að takmarki.“
Síðan hefur ekkert frekar heyrzt frá ríkisstjórn íslands um þetta mál.
Bréí Bulganins forsætisróðherra Sovétríkjanna til
Hermanns Jónassonar forsætisráðherra
í desember 1957 og í janúar 1958 skrifaði Búlganin Hermanni Jónassyni
tvö bréf. I seinna bréfinu kemur fram tilboð Sovétstjórnarinnar um að
ábyrgjast hlutleysi Islands, og segir þar svo um það efni:
„Með því að ríkisstjórn Sovétríkjanna er það mjög í mun að ejla jriðinn í
Norður-Evrópu, myndi liún vera reiðubúin til þess að styðja tillögur, er fram
kynnu að vera bornar í því skyni að ábyrgjast öryggi Islands, til dæmis í
jormi tryggðs hlutleysis þess, jmr sem einkum vœri gert ráð jyrir Jmí að á
landinu yrðu engar erlendar herslöðvar, heldur elcki jlugbækistöðvar.“
Þessu tilboði vísaði Hermann Jónasson á bug með skírskotun til stöðu
íslands í Atlantshafsbandalaginu og þess ótrygga ástands, sem nú ríkti í
alþjóðamálum.
Um tilboð Búlganins sagði Morgunblaðið hinsvegar svo í forustugrein:
„íslendingar verða eins og aðrir að fylgjast með öllum veðrabrigðum í
heiminum. Af reynslunni er rétt að læra, en gamlir fordómar mega ekki verða
niönnum fjötur um fót. Sjálfsagt er að íslenzk stjórnarvöld verða af fullri alúð
að kynna sér og meta tilboð Sovétstjórnarinnar um ábyrgð á öryggi íslands.“
Ávarp til íslenzku þjóðarinnar
I desember s.l. var sent út svohljóðandi ávarp til landsmanna:
„Eins og alþjóð er kunnugt samþykkti Alþingi íslendinga hinn 28. marz
1956 ályktun um að endurskoðun herstöðvasamningsins frá 5. maí 1951 skyldi
301