Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK Það er hinn upphafni íiðlari alþýðunnar sem þannig leikur. Birtan sem uin- lykur þennan skáldskap er að visu ekki hið tæra morgunheiði Jónasar, heldur bregður hér fyrir tíbrá og hillingum hækkandi dags. En hlýrri ljóðnáttúru hef ég hvergi vitað. Einn er sá galdur í ljóðagerð Þorsteins Erlingssonar sem gerir hana oftsinn- is enn ómótstæðilegri en ella. Það er hið einstæða skop hans sem á sér æði breitt registur. Hann notar það ýmist sem vopn eða leikfang — og þá ef til vill jafnframt sem einskonar hemil á skaphita sinn og viðkvæmni. Nístandi spottið í Eden, kátleg sögutúlkunin í Jörundi, yndisleg glettnin í Eiðnum — allt er þetta óþrotleg skemmtan og mikil upplyfting hinni þungu lífsvitund okkar ís- lendinga. Enginn hefur sungið ungum elskendum þvílíkan óð sem Þorsteinn Erlings- son, ástin og frelsið er honum eitt, heilög vötn sem hlóa. Og hann víkur varla svo að máli manns og konu að hann geri ekki gys að fordómunum í framhjá- leiðinni. Þó skyldi enginn halda að liann hafi brostið alvöru né tryggð í þeitn efnum: sjálfum auðnaðist honum að búa við brúði sem var honum ævilangt hamingjutákn. Um ríki þitt allt átti vorið sín völd, það .var eins og sóltjölduð höll. En hann gal ekki þolað að kámug hönd skinhelginnar gruggaði eða hindr- aði sjálfa lífslindina — í fegurstu kvæðum hans sameinast ástin náttúru lands- ins í kærleika ofar lögmálum. A þessu aldarafmæli Þorsteins Erlingssonar mætti auðvitað sitthvað segja um viðhorf samtíðarinnar til listar hans og lífsbaráttu. Vissulega urðu þyrn- arnir ekki til að búa honuin neinn veraldlegan rósabeð. Hann var alla ævi fá- tækur maður og heilsuveill og styrkurinn — takið vel eftir: „styrkurinn“ sem þessi snillingur naut um síðir með eftirtölum af almannafé var auðvitað skor- inn við nögl. Hins er ljúfara að minnast að ýmsir beztu menn þjóðarinnar, þar á meðal sumir kirkjunnar þjónar, kunnu að meta kveðskap hans og reyndust honum hollir vinir. Og enda þótt smásmugulegt andrúmsloft, matarstrit og rýr kjör liafi vafalaust bagað flugþol hans hin síðari árin, hygg ég að skjólið sein hann naut í litla húsinu við Þingholtsstræti hafi ekki síður orðið til að kyrra þau miklu veður heimsins sem geisað höfðu um skap hans á Hafnarárunum. Og átti hann kannski ekki fyrir því að öðlast nokkurt stormahlé? Ekki veit ég hver er afstaða ungu kynslóðarinnar til Þorsteins á þessum degi. Honum var ósýnt um marga þá viðhöfn sem helzt virðist falla að smekk nú- 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.