Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 16
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAK
Það er hinn upphafni íiðlari alþýðunnar sem þannig leikur. Birtan sem uin-
lykur þennan skáldskap er að visu ekki hið tæra morgunheiði Jónasar, heldur
bregður hér fyrir tíbrá og hillingum hækkandi dags. En hlýrri ljóðnáttúru hef
ég hvergi vitað.
Einn er sá galdur í ljóðagerð Þorsteins Erlingssonar sem gerir hana oftsinn-
is enn ómótstæðilegri en ella. Það er hið einstæða skop hans sem á sér æði
breitt registur. Hann notar það ýmist sem vopn eða leikfang — og þá ef til vill
jafnframt sem einskonar hemil á skaphita sinn og viðkvæmni. Nístandi spottið
í Eden, kátleg sögutúlkunin í Jörundi, yndisleg glettnin í Eiðnum — allt er
þetta óþrotleg skemmtan og mikil upplyfting hinni þungu lífsvitund okkar ís-
lendinga.
Enginn hefur sungið ungum elskendum þvílíkan óð sem Þorsteinn Erlings-
son, ástin og frelsið er honum eitt, heilög vötn sem hlóa. Og hann víkur varla
svo að máli manns og konu að hann geri ekki gys að fordómunum í framhjá-
leiðinni. Þó skyldi enginn halda að liann hafi brostið alvöru né tryggð í þeitn
efnum: sjálfum auðnaðist honum að búa við brúði sem var honum ævilangt
hamingjutákn.
Um ríki þitt allt átti vorið sín völd,
það .var eins og sóltjölduð höll.
En hann gal ekki þolað að kámug hönd skinhelginnar gruggaði eða hindr-
aði sjálfa lífslindina — í fegurstu kvæðum hans sameinast ástin náttúru lands-
ins í kærleika ofar lögmálum.
A þessu aldarafmæli Þorsteins Erlingssonar mætti auðvitað sitthvað segja
um viðhorf samtíðarinnar til listar hans og lífsbaráttu. Vissulega urðu þyrn-
arnir ekki til að búa honuin neinn veraldlegan rósabeð. Hann var alla ævi fá-
tækur maður og heilsuveill og styrkurinn — takið vel eftir: „styrkurinn“ sem
þessi snillingur naut um síðir með eftirtölum af almannafé var auðvitað skor-
inn við nögl. Hins er ljúfara að minnast að ýmsir beztu menn þjóðarinnar, þar
á meðal sumir kirkjunnar þjónar, kunnu að meta kveðskap hans og reyndust
honum hollir vinir. Og enda þótt smásmugulegt andrúmsloft, matarstrit og rýr
kjör liafi vafalaust bagað flugþol hans hin síðari árin, hygg ég að skjólið sein
hann naut í litla húsinu við Þingholtsstræti hafi ekki síður orðið til að kyrra
þau miklu veður heimsins sem geisað höfðu um skap hans á Hafnarárunum.
Og átti hann kannski ekki fyrir því að öðlast nokkurt stormahlé?
Ekki veit ég hver er afstaða ungu kynslóðarinnar til Þorsteins á þessum degi.
Honum var ósýnt um marga þá viðhöfn sem helzt virðist falla að smekk nú-
190