Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Blaðsíða 45
SPRENGJAN OG BUDDAN
ég get borið um það, að Færeyingar
eru ekki ómerkilegri menn en svo, að
þau störf sem þeir geta verið þekktir
fyrir að vinna, eiga einnig íslenzkir
handlangarar af Keflavíkurflugvelli
að geta verið þekktir fyrir að vinna.
Annars er sem sagt alveg ástæðu-
laust að rökræða þetta atriði. Eins og
nú háttar um hernaðartæknina, eftir
tilkomu hinna langdrægu vetnis-
hlöðnu eldflauga og fleiri slíkra
vopna, þá er það hrein og bein fá-
sinna að tala um að við eigum að losa
okkur við hernámið samkvæmt ein-
hverjum lögmálum hægfara þróunar,
bæði fásinna og ábyrgðarleysi, ein-
faldlega vegna þess að eldflaugar
ferðast ekki samkvæmt lögmálum
hægfara þróunar. Ástandið er sem sé
orðið svo alvarlegt, að ef styrjöld
brytist út í fyrramálið, mundi meiri-
hluti þjóðarinnar orðinn að ösku
annað kvöld.
En nú segir kannski einhver að
óþarft sé að fjölyrða svona um hinar
siðferðilegu hliðar málsins, aðalat-
riðið sé að við losum okkur við her-
námið, enda sé þá allt málið leyst um
leið.
Jú, vissulega ber okkur að leggja
megináherzluna á að losna við her-
uámið. En við skulum ekki blekkja
okkur með því að vandinn væri þar
með leystur, allar meinsemdir her-
námsins væru horfnar um leið og það
sjálft. Það má sem sé ekki gleyma
nauðsyn þess að bæta það siðferðis-
tjón sem hernámið hefur valdið þjóð-
arsálinni. Þegar stungið hefði verið
út úr kýlinu, væri hitt eftir, að græða
sárið. Og sú græðsla mun ganga þeim
inun fljótar sem áður hefur tekizt að
hefta útbreiðslu meinsemdarinnar og
minnka áhrifasvæði hennar.
Þessvegna hef ég sagt og segi enn,
að jafnframt baráttunni fyrir brott-
vísun hersins af landinu, er það eitt
höfuðverkefnið sem ríkjandi ástand
leggur hverjum góðum manni á herð-
ar, að endurvekja trú Islendinga á
landið, brýna fyrir þeim að gæta
sóma síns, efla með þeim raunveru-
legt þjóðarstolt.
Þetta er ekki aðeins verkefni þeirra
sem standa í stjórnmálabaráttunni.
Hér hafa rithöfundarnir ungu og
skáldin sérstöku hlutverki að gegna.
Þeim ber í ræðu og riti að leiða þjóð-
inni fyrir sjónir, og ekki hvað sízt
yngri kynslóðinni, hvers virði það er
að vera borinn til að erfa þetta land,
afl þess í fossum, auðæfi þess í sjó,
magn þess í mold, menningu þess og
sögu — brýna fyrir henni hver
ábyrgð fylgir því að heita íslending-
ur. Þeir ættu öðrum fremur að hafa
vilja og þrek og aðstöðu til að blása
burt þeirri mórölsku mollu sem grúfir
yfir þjóðlífinu, — og verður þó slíkt
aldrei gert með klökkri sjálfsvorkunn,
né lýrískum sjúkdómslýsingum, né
meira og minna óskilj anlegum vaðli
um einhverja ljóta hausa, heldur með
því að lýsa fegurð íslenzks lífs af ein-
219