Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Side 45
SPRENGJAN OG BUDDAN ég get borið um það, að Færeyingar eru ekki ómerkilegri menn en svo, að þau störf sem þeir geta verið þekktir fyrir að vinna, eiga einnig íslenzkir handlangarar af Keflavíkurflugvelli að geta verið þekktir fyrir að vinna. Annars er sem sagt alveg ástæðu- laust að rökræða þetta atriði. Eins og nú háttar um hernaðartæknina, eftir tilkomu hinna langdrægu vetnis- hlöðnu eldflauga og fleiri slíkra vopna, þá er það hrein og bein fá- sinna að tala um að við eigum að losa okkur við hernámið samkvæmt ein- hverjum lögmálum hægfara þróunar, bæði fásinna og ábyrgðarleysi, ein- faldlega vegna þess að eldflaugar ferðast ekki samkvæmt lögmálum hægfara þróunar. Ástandið er sem sé orðið svo alvarlegt, að ef styrjöld brytist út í fyrramálið, mundi meiri- hluti þjóðarinnar orðinn að ösku annað kvöld. En nú segir kannski einhver að óþarft sé að fjölyrða svona um hinar siðferðilegu hliðar málsins, aðalat- riðið sé að við losum okkur við her- námið, enda sé þá allt málið leyst um leið. Jú, vissulega ber okkur að leggja megináherzluna á að losna við her- uámið. En við skulum ekki blekkja okkur með því að vandinn væri þar með leystur, allar meinsemdir her- námsins væru horfnar um leið og það sjálft. Það má sem sé ekki gleyma nauðsyn þess að bæta það siðferðis- tjón sem hernámið hefur valdið þjóð- arsálinni. Þegar stungið hefði verið út úr kýlinu, væri hitt eftir, að græða sárið. Og sú græðsla mun ganga þeim inun fljótar sem áður hefur tekizt að hefta útbreiðslu meinsemdarinnar og minnka áhrifasvæði hennar. Þessvegna hef ég sagt og segi enn, að jafnframt baráttunni fyrir brott- vísun hersins af landinu, er það eitt höfuðverkefnið sem ríkjandi ástand leggur hverjum góðum manni á herð- ar, að endurvekja trú Islendinga á landið, brýna fyrir þeim að gæta sóma síns, efla með þeim raunveru- legt þjóðarstolt. Þetta er ekki aðeins verkefni þeirra sem standa í stjórnmálabaráttunni. Hér hafa rithöfundarnir ungu og skáldin sérstöku hlutverki að gegna. Þeim ber í ræðu og riti að leiða þjóð- inni fyrir sjónir, og ekki hvað sízt yngri kynslóðinni, hvers virði það er að vera borinn til að erfa þetta land, afl þess í fossum, auðæfi þess í sjó, magn þess í mold, menningu þess og sögu — brýna fyrir henni hver ábyrgð fylgir því að heita íslending- ur. Þeir ættu öðrum fremur að hafa vilja og þrek og aðstöðu til að blása burt þeirri mórölsku mollu sem grúfir yfir þjóðlífinu, — og verður þó slíkt aldrei gert með klökkri sjálfsvorkunn, né lýrískum sjúkdómslýsingum, né meira og minna óskilj anlegum vaðli um einhverja ljóta hausa, heldur með því að lýsa fegurð íslenzks lífs af ein- 219
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.