Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 21

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1958, Síða 21
HVERNIG ÞAÐ BYRJAÐI strangar fyrirskipanir og ávítur. Hon- um lék líka grunur á að hyggilegast væri að fylgja þeim sem höfðu völdin og því varð hann eftir margar koll- hnísur sósíaldemókrati og ásetti sér að halda fast við þá skoðun þó aldrei væri hann fyllilega sannfærður um ágæti hennar. En hann treysti sér ekki að fylgja kommúnistunum, alþjóða- hyggja þeirra stríddi um of gegn snemmlærðri þjóðardýrkun hans. 5. Þegar hann hafði lokið námi í menntaskólanum gerðist hann, fyrir atbeina föður síns, starfsmaöur á einni skrifstofu borgarinnar. Lokið var hinu áhyggjulausa og fjöruga lífi skólapiltsins, en hann syrgði það ekki. Hann sá ekki heldur eftir að skilja við skólabræður sína og hann hafði enga löngun til háskólanáms. í fyrstu var hann hreykinn af at- vinnu sinni og staðráöinn í að sýna félögum sínum og öðrum að hann væri ekki minni maður en þeir. Hann ætlaði að verða háttsettur embættis- maður sem þeir yrðu að leita til auö- mjúkir og lúta úrskurði hans. Hann skyldi þjóna vel húsbændum sínum og fá sína umbun fyrir. En brátt fór að syrta í álinn. Lág laun og dýrtíð gerðu að engu vonir hans um góðan efnahag og hann fékk fljótt þá reynslu að starfsfélagar hans og yfirmenn voru ekki mjög frá- brugðnir skólabræðrum hans og kennurum. Og það sem verst var: Hermann Kreittner var hinn sami. Sú mikilfenglega breyting sem hann hafði verið viss um að mundi fara fram á honum lét ekki á sér bæra. Skrifstofan var dimm og óyndisleg. Eldra starfsfólkið lét hann finna hve mikill græningi hann var í þessari flóknu skriffinnsku og stúdentsmennt- un hans var ekki í háu gildi, því þarna voru lögfræðingar og aðrir mennta- menn innanum. Yngstu mennirnir voru kærulausir og kaldir náungar sem ekki ætluöu sér að staðnæmast í þessum hundsrassi. Hann átti ekki samleið með þeim, og vélritunarstúlk- urnar voru verur sem hann óttaðist. Stuttpilsaðar með drengjakoll og mál- aðar varir og neglur töluðu þær tungumál sem hann naumast skildi. 011 framkoma þeirra minnti meira á götulíf og opinbera skemmtistaði en alvarlega skrifstofu eða heimilislíf. Hermann Kreittner var ennþá utan- veltu og ofurseldur vanmáttarkvöl- inni sem fyrr. Þannig leið tíminn. Utan veggja skrifstofunnar var háð grimm og seig- drepandi barátta um metorð auð og völd. Þjóðir Evrópu léku hráskinns- leik stjórnmálanna sem engan endi virtist eiga vísan og Hermann hinn unga grunaÖi ekki hve hvatir margra nafntogaðra manna, sem ljómi áróð- ursins lék um, voru skyldar hans innri manni. Hann reyndi, með fremur 195
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.