Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 82
J UAN ÍÍAMON JIMENEZ
Tvö kvæði
Juan Ramón JimÉnez fæddist 1881 í Morguer f Andalúsíu. Kominn af ríkum foreldrum
gat hann alla tíð helgað sig einvörðungu ljóðlistinni. Æskuárum sínum eyðir hann í
fæðingarþorpi sínu meðal hvítra sólhrenndra liúsa og víngarða í nálægð hafsins, sem flyt-
ur kvöldsvala eftir liita dagsins.
1895, l)á fimmtán ára, byrjar hann að skrifa og litlu síðar að hirta ljóð sín í ýmsum
blöðum og tímaritum hæði í Andalúsíu og Madríd, og áður en hann flytur jiangað alda-
mótaárið, er hann vel jiekktur af ljóðunnendum, sem bíða eftir innreið þessa ljóðræna
skálds í kvöldsamsæti listelskra sem þá tízkuðust mjög í höfuðborginni. En þegar liann
kemur, kemur hann til að einangra sig, til að lifa efnalega áhyggjulaus í sínum eigin ljóð-
heimi. Hann hverfur frá liinni ríkjandi nútímastefnu annarra spænskra Ijóðskálda, vex
undan áhrifum spænskra rómanza og rómantíkur. Hinn ytri lieimur, ef liann hefur verið
honum nokkurntíma til, hverfur honum algerlega öðruvísi en í nokkurs konar draumsýn,
ljóðið verður einlægt, minning, einfalt í sniði, unnið, svo að það verður átakalaust að
ytra útliti, slétt og fellt, hreint ljóð. Það er þú með bók sinni Sumar 1915 og Dagbók ný-
gifts skúlds 1916, sem bann hefur hreinsað sig af áhrifum og skapað sinn eigin stíl, sem
helzt óbreyttur gegniim öll hans verk, hvar sem þau eru skrifuð og undir hvaða kringum-
stæðum, livort sem liann dvelur langdvölum fjarri ættjörð sinni á ferðalögum eða land-
flótta eftir borgarastyrjöldina, svið ljóðanna verður fæðingarþorpið: hvít sólbrennd hús
og víngarðar í nálægð hafs, sem flytnr kvöldsvala eftir liita dagsins, þá er draumkennt
líf fæðist minningunni. 011 ljóð lians einkennast því af einlægni draumkenndrar minningar
og depurðar, náttúrustemmningu og hjúpaðri þrá, sem oft nálgast það að vera væmin.
Hann skrifar eins og hann segir fyrir liina fáu, þá sem líta á list sem nautn án notagildis.
Jiménez hefur verið kallaður faðir spænskrar nútímaljóðagerðar vegna hinna miklu
ábrifa sem liann liafði á alla ljóðagerð spænsknmælandi þjóða, einkum þó á hin fjögur
skáld sem gnæfa upp yfir spænska Ijóðagerð síðari tíma, þá Jorge Guillén, Pedro Salinas,
Rafael Alberti og Garcia Lorca, þó þau álirif liafi varað stutt og óbeint vegna takmarka
ljóðforms hans, því þegar 1925 eru þessi fjögur skáld orðin fullmótuð sjálfstæð skáld og
kenna sig Kynslóðina frá 1925. I landflótta sínum eftir borgarastyrjöldina dvelur Jiménez
mestmegnis í Washington og síðarmeir á eyjunni Puerto Rico og það er þar sem hann
tekur við verðlaunum Nóbels 1956 við dánarbeð konu sinnar, sem alla tíð fylgdi honum
og varði liann gegn hnjaski heimsins. Og á Puerto Rico deyr liann snemma á þessu ári.
Kannske er það kaldhæðni örlaganna við þetta skáld, að þó hann liafi alltaf þverneitað
boði þeirrar stjórnar, sem liann flýði, að hverfa heim aftur til þess lands sem hann þráði,
þá er liann ekki fyrr dáinn með ósk um að fá að livíla við lilið konu sinnar og annarra
72