Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Page 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
eigingjarnri sjálfsmennsku eða kveð-
inn sjálfum sér til dýrðar — þaS
skrifaSist „kveSinn“.
Þegar feSur og forfeSur núlifandi
manna kváSu rímur og stökur á
kvöldvökum, þá var saga rímunnar
aSalatriSiS, því varS aS bera skýrt
fram og auSkenna ljóslega allan mis-
mun áferSarlíkra orSa, aS öSrum
kosti var framsagan gagnslaus þar
sem ríman var hjá flestum höfundum
aSeins sagan rímuS til léttis fyrir
minniS og í þeim tilgangi aS taka feg-
urri flutningi en laust mál mátti bera.
Þetta á engu síSur viS um fyrirrenn-
ara rímnanna: flokka, kviSur og dráp-
ur. A meSan slík kvæSi tíSkuSust
munu þau lítt hafa veriS stömuS viS
tæpitungu né tuldruS í barm niSur.
Fátt er nú aS vísu vitaS um söng
þann eSa framsögn, sem beitt var þeg-
ar Egill flutti HöfuSIausn eSa Sig-
hvatur Bersöglisvísur, ekki tíSkuSust
þá hljómplötur eSa segulbönd svo aS
geymd yrSi viS komiS og sama var
um nótnaskrift, er þaS öllum kunnugt
aS taktur máls og hljómur varS á
þeim árum aSeins geymdur í mis-
traustu minni. Liggur því beint viS aS
neita öllurn þeim ályktunum, sem
manni ekki falla og gerSar eru um
tóna, takt og eSli söngva þeirra, sem
hinir fyrri menn báru sér í munn, þótt
einhver vildi af þeim segja, nema til
komi nokkrar sannanir þeirra kenn-
inga. En svo vill til aS fundnar verSa
eftirtektarverSar menjar um forna
hljómlist, þar sem eru horn þau eSa
lúðrar, sem notuS voru viS hernaS og
hátíSir. Eru þau jafnan tvö og tvö
saman og er ákveSiS bil á milli tón-
liæSar þeirra. Þetta tónbil, fimmund-
in, fellur bezt viS eSa er mest notaS
viS tvísöngslög og rímnalög, sem aft-
ur eru mörg hver aSeins önnur rödd
tvísöngs. Fer þá engum aS detta í hug
hver veriS hafi hin fyrsta framsaga
HöfuSlausnar, né hvaS muni valda
því aS söguljóS þjóSarinnar, sem
mundi og skráSi, ganga nú á sömu
tónbilum og lögin, sem leikin voru á
gullhornin dönsku, smíSuS fyrir 1400
árum eSa þar um bil?
Gullhornin eru nú hætt aS hljóma,
og öll önnur hljóSfæri líkrar gerSar
eru týnd eSa aflögS, en hér á niótum
mikilla hafa og öldum saman hvaS
lengst úr leiS breytinga og tízku-
strauma kynni aS hafa geymzt hin
upprunalegasta tónameSferS í þessari
heimsálfu og í stíl viS hana kvæSa-
gerS meS vaxandi kröfur til kliSs og
samræmis orSs viS orS. Væri henni
ef svo skyldi reynast illa verzlaS ef
kastaS yrSi fyrir baunir einar, eink-
um þar sem þessi kvæSagerS er enn á
framfaraskeiSi, má þaS meSal annars
sjá á skammhenda mansöngnum eftir
GuSmund BöSvarsson á Kirkjubóli;
er hann prentaSur í IjóSabók hans:
Kristallinn í hylnum, og þar til sýnis,
og myndi upptalning slíkra dæma
seint fullgerS þótt hafin yrSi og skal
því ekki þreytt.
76