Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 98

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1959, Side 98
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ritun“: Ljósvetninga saga er samin af Þórð'i syni Þorvarðs úr Saurbæ og er tilgangur hans að rétta hlut föður síns sem hlotið hafði illt eftirmæli í Þorgils sögu skarða, og um leið að níða Þorvarð Þórarinsson í gerfi Guðmundar ríka. „Sem svar við níð- ritun hans eru þeir Saurbæjarfeðgar Þor- varður og Þórður húðstrýktir í Njálu undir nöfnunum Valgarður og Mörður .. Höfuðröksemdirnar virðast álitlegar, en þó verður því varla neitað að hér sé að minnsta kosti einn veikur hlekkur í keðj- unni. Níðið um Þorvarð Þórarinsson á að vera hefnd fyrir illmælið um nafna hans í Saurbæ í Þorgils sögu, en sá er hængur á að engan veginn er víst að upptök óhróð- ursins beri .að rekja til Þorvarðs Þórarins- sonar, þótt B. G. leiði að því nokkurar lík- ur. Ummælin eru þessi: „Hann þótti vera nokkuð óheill og illráður,“ — og augljóst er af samhenginu að höfundur Þorgils sögu vill gefa í skyn að Þorvarður úr Saurbæ hafi ráðið nafna sínum það óheillaráð að drepa Þorgils. Hér er að sjá sem höfundur Þorgils sögu vitni í almannaróm, eins og B. G. tekur sjálfur fram fyrr í þessari rit- gjörð (157. bls.). Hitt er annað mál að sú hugmynd að Þorvarður Þórarinsson hafi afsakað sig við frændur Þorgils skarða með rógburði og óheillaráðum nafna síns úr Saurbæ, gæti vel verið rétt. I rauninni er hugmynd Barða heitins um tilefni Ljósvetninga sögu og síðan Njálu mjög svo eðlileg. Auðvelt er að hugsa sér hvernig Þórði Þorvarðssyni úr Saurbæ, (tengdasyni Sturlu Þórðarsonar) hafi verið innanbrjósts eftir lestur illmælisins um föð- ur sinn í Þorgils sögu skarða. Nú á tímum myndi maður í Þórðar sporum andmæla óhróðrinum með grein í blaði eða tímariti eða jafnvel semja og gefa út á prent ævi- sögu föður síns (eða þess vandamanns eða vinar sem í hlut ætti, — eins og alþekkt dæmi er um). Nú mundum við helzt kjósa að Þórður hefði valið þann kost að rita ævisögu föður síns sem hefur verið merkis- maður; ekki hefði verið ónýtt að eiga slíka sögu úr Eyjafirði á 13du öld. En nú er þess að gæta, — ef hugmynd Barða hcitins er rétt —, að höfundi Ljósvetninga sögu virðist hafa verið jafnvel enn meira áhuga- mál að hefna sín á Þorvarði Þórarinssyni en rétta hlut nafna lians úr Saurbæ. I Þor- gils sögu skarða liafði Þorvarði Þórarins- syni verið reist slík níðstöng að varla varð rækilegar að unnið með nýrri lýsingu á frændamorðinu að Hrafnagili. Auk þess gat ef til vill virzt vafasamt að níða einn mesta valdamann landsins umbúðalaust; þótt höfundur Þorgils sögu teldi sér óhætt, er ekki að vita hvort Þórður gat talið sér fært að fara þá leið, — ekki sízt þegar að því er gáð hvers konar níð hann hafði í huga. í næstu ritgjörð, Gervinöfn í Olkofra þætti, kemur í ljós að Barði heitinn hefur litið svo á að níðið um Þorvarð Þórarins- son í Ljósvetninga sögu sannaði beinlínis að orðrómur hafi verið um að hann væri kynvilltur. B. G. tekur svo til orða: „Svo sem ráða má af Ljósvetninga sögu hefur kynvilluorðrómur um Þorvarð Þórarinsson komizt í hámæli, er hann settist að á Grund í Eyjafirði og hóf tilkall um mannaforræði þar á slóðum" (215. bls.). Þótt B. G. liafi fært að því miklar líkur að Þorvarður sé horinn kynvillubrigzlum í gerfi Guðmund- ar ríka í Ljósvetninga sögu, virðist of langt gengið að fullyrða að þetta níð styðjist við raunveruleika, — og nota þá staðhæfingu síðan sem lið í röksemdafærslunni í rit- gjörðinni um Ölkofra þátt. Jafnvel þótt það væri algjörlega óvefengjanleg staðreynd að tilgangur Ljósvetninga sögu höfundar hefði verið að níða Þorvarð Þórarinsson, væri ekki víst um raunverulegan kynvilluorðróm um Þorvarð. I fornsögum og kvæðum eru miirg dæmi um tilhæfulaus hrigzl og ekki 88
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.