Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Blaðsíða 101
PASTERNAK OG SÍVAGÓ Pasternaks var af sumum gagnrýn- endum talið ein sönnunin um óviS- jafnanlega snilld hennar. 0 sancta simplicitas! í rauninni er hér um að ræða hliðstæðu við eldgamalt list- bragð í bókmenntagrein, sem að vísu hefur notið nokkurrar virðingar, en hefur þó varla verið talin mjög virðu- leg, þ. e. a. s. í svonefndum burlesk eða heroicomískum bókmenntum: at- hafnir sem venjulega eru taldar mikil- vægar eða stórfenglegar eru gerðar hlægilegar á þann einfalda hátt að sýna við hlið þeirra hjákátlegar og lítilmótlegar athafnir. En Pasternak er hátíðleikinn sjálfur, og burlesk- áhrifin eru honum ómeðvituð: hon- um verður á samskonar slysni og harmleikahöfundi sem kemur óvart áhorfendum til að hlæja að atriði sem á að vera sorglegt. fÞegar Sívagó fer frá Moskvu, hefdur Deutscher áfram, höfum við enga hugmynd fengið] um hina átakanlegu atburði þessa tíma, hrifningu fjöldans og háfleygar von- ir, sem einar geta gert skiljanleg hin sár- ustu vonbrigði. Mann getur varla grunað að hvítliðarnir hafa þegar einangrað Moskvu frá eldsneytis- og matarframleiðslu- svæðum í suðurhluta landsins; þessvegna hlýtur okkur að virðast að hungursneyðin og öngþveitið séu afleiðingar af apokalypt- iskri spillingu siðferðisins. Þá segir greinarhöfundur frá dvöl Sívagós með „skógarbræðrum“: Þeir eru hinn anarkistiski útjaðar Rauða hersins sem er að berjast við Kolsjak, Dení- kín, Júdenich og Wrangel, annarsstaðar, langt í vestri. Þar voru vandantál mannlífs- ins og kringumstæðurnar öðruvísi en hjá „bræðrum skógarins", enda þótt borgara- styrjöldin væri allsstaðar grimm og hemju- laus. t herbúðunt skæruliðanna segir Sívagó skilið við byltinguna fyrir fullt og allt. Hon- um er rænt á fömum vegi, og bann þrumar á móti þessari tröðkun á rétti einstaklings- ins, óvirðingunni sem sýnd er mannhelg- inni, og niðurlægingu siðferðisins. Eftir átján mánaða ófrelsi, þar sem honum finnst oft hann standi nær hvítliðunum en þeim rauðu, tekst honum að komast undan. Ef sagan endaði þar væri hægt að segja að hún hefði sín sálfræðilegu og listræuu rök, að hún væri „mynd úr lífinu“. En Paster- nak gerir sig ekki ánægðan með það. Hann finnur að hann er ekki fær um að gefa per- sónum sínum líf né segja hlutlægt frá, og því fegrar hann hetju sína (spegilmynd sína) og dregur enga dul á að hugmyndir, vandlæting og tilfinningalíf Sívagós eiga alla samúð hans. Pólitískt og listrænt gerir Pasternak sig þannig sekan um lærdóms- ríka ósamkvæmi. Við vitum að Sívagó liafði í nokkur ár verið læknir í keisara- hernum. Allan þann tíma sýnir hann undir- gefni; hann hefur ekki hátt unt sín heilögu einstaklingsréttindi, né um óvirðingu við mannhelgina. Hann viðurkennir því óbein- línis að keisarastjórninni sé heimilt að skylda hann til herþjónustu, hann neitar aðeins rauðliðum um þennan rétt. Mismun- urinn er fólginn í því að þeir fyrrnefndu hafa sent honum herskráningarboð, en bin- ir ræna honum. Þeir höfðu ekki enn haft tíma til að setja á stofn kerfi til að kalla lækna í herinn á „kurteislegan" hátt. Eigi að síður, ef við notum siðferðisreglur Past- ernaks-Sívagós, hlýtur þessi mismunur að vera lítilsverður: að minnsta kosti ætti þessi hugsjónaríki og mannúðarfulli lækn- ir og skáld ekki að' gera siðferðilega upp á milli sjúklinganna sem hann hjúkrar, hvort 291
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.