Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Qupperneq 102
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem þeir eru keisarasinnar e'ða rauðliðar.
Ilvernig stendur þá á því að það er ekki
fyrr en nú að lionum finnst gengið á rétt
sinn.
Samanburður þessara tveggja atvika í lífi
Sívagós er líka lærdómsríkur frá öðrum
sjónarmiðum. A Karpatavígstöðvunum hef-
ur Sívagó séð blóð, þjáningu, dauða og
liryðjuverk. Pasternak lýsir nokkrum af
þeirn atburðum af hófsemi, en hann dvelur
ekki lengi við þessa reynslu Sívagós. Sá
hluti sögunnar einn sem hefst með bylting-
unni verður í lýsingu lians að óslitinni röð
hryðjuverka. Eftirsjáin eftir gömlu stjórn-
arskipuninni litar alla útsýn hans, ræður
afstöðu hans og jafnvel allri gerð skáldsögu
hans.
An þess að Pasternak ætli sér verður hin
tilfinninganæma, skáldlega sinnaða og siða-
vanda hetja hans dæmi um harðýðgi og
sjálfsdýrkun, — að höfundinum óviljandi,
því annars hefði hann ekki getað lýst sjálf-
um sér jafnberlega í mynd Sívagós, né
yfirþyrmt Sívagó þessum gráklökka kær-
leika sem skáldsagan er full af. Þessi sjálfs-
dýrkun er líkamleg ekki síður en andleg.
Sívagó er ekki afkomandi Péturs Bezuk-
hovs heklur Oblomovs, persónu Gonsjarovs,
en liann er ónytjungur sem liggur alla ævi
í rúminu, tákn urn dugleysi og kyrrstöðu
hins gamla Rússlands. Ohlomov Pasternaks
rís öndverður gegn byltingunni sem hefur
dregið hann fram úr rúminu. Reyndar hafði
Gonsjarov skapað með Ohlomov merkilega
satírupersónu. Pasternak gerir úr honum
píslarvott og dýrling.
*
Það sem Deutscher segir um af-
slöðu Pasternaks-Sívagós til bylting-
arinnar fer tvímælalaust mjög nærri
sanni, en að vísu gætu verjendur
Pasternaks borið greinarhöfundi á
brýn að bann dæmi skáldsöguhöfund-
inn út frá of einhæfu sjónarmiði. Ég
mun nú setja fram nokkrar fleiri al-
hugasemdir, frekar til áréttingar en
leiðréttingar, í þeirri von að þær
mættu verða til nokkurrar endurpróf-
unar og fyllingar á rökum Deutschers.
Einna forvitnilegast einkenni á
Sívagó lœkni, er sú tvöfeldni sem þar
kemur óneitanlega fram og Deutscher
vekur athygli á. Margir gagnrýnend-
ur, hvort sem þeir eru andvígir eða
meðmæltir Sívagó lœkni, svo og þeir
ferðamenn sem hafa gert Pasternak
heimsókn í Peredelkínó, eru sammála
um einlægni og hreinlyndi, ef ekki
sakleysi hans. Ég hef að vísu stundum
hugsað að sakleysishjúpur Paster-
naks kynni að leyna nokkuð bragð-
vísu eðli. Ég veit það ekki, og gæti
auðvitað engar sönnur fært á það.
Það er víst að auðsýnni rök væri hægt
að leiða að einlægni hans og sakleysi.
En ef aðaleinkenni hans eru einlægni
og sakleysi, hvernig má þá vera að
liann geri sig sekan um þvílíka tvö-
feldni sem Sívagó lœknir ber vott
um?
Sívagó er annarsvegar sýndur sem
hugsjónaríkur samþykkjandi bylting-
arinnar, og hann lýsir yfir samúð
sinni með hinum undirokuðu. En
byltingaráhugi lians rýkur fljótlega
út í loftið. Hér ber að gæta þess að sú
þróun persónunnar er algerlega órök-
studd. Andúð Sívagós á byltingunni
292
j