Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 111

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1959, Síða 111
DR. L. L. ZAMENHOF voru grískkaþólskrar trúar, töluSu rúss- nesku, auðmennirnir, flestir kaþólskir, töl- uðu pólsku, fátæklinganir voru lítavar eða livítrúþenar, kaupmennirnir oftast hebrear og töluðu mál gyðinga (jiddisch), þeir bjuggu í sérstökum borgarhluta. Mál, venj- ur og trúarbrögð voru ólík og hleypidómar sundruðu fólkinu. Drengurinn fann innra með sér, að aðalástæðan til hinnar rudda- legu framkomu fólksins í allri sambúð, ætti að mestu leyti rót sína að rekja til van- þekkingar og vanskilnings. Hann áleit að sameiginlegt mál mundi að einhverju leyti hæta úr ástandinu og skapa að minnsta kosti aukinn skilning milli óh'kra þjóða. Þessi hugsjón fylgdi honum til Varsjár, er hann fluttist þangað með foreldrum sín- um og settist í menntaskóla. Hún fylgdi lionum sem köllun um að leggja fram líf sitt til eflingar friðar milli þjóðanna. Undir yfirborði sundrungarinnar skynjaði hann djúpstæða einingarþrá mannkynsins, sem gleggst má sjá í síðari Ijóðum hans, enda var hann gæddur skáldlegum og spámann- legum anda. Zamenhof sá fyrirfram, að mannkynið mundi leita sálar sinnar er tímar liðu og þarfnast tækis til þess að tjá hug sinn með. Þessi sannfæring hvatti hann til þess að gerast frumkvöðull, ekki aðeins að máli heldur einnig að bókmenntum þess, er vissulega urðu vængir esperantohreyfingar- innar, með þingum sínum, blöðum og bóka- kosti. Þetta var staðfest á þingi Þjóðabanda- lagsins í skýrslu þess frá 1922. Menningar- stofnun Sameinuðu þjóðanna kunngerði einnig með ályktun 1954, að árangur feng- inn með esperanto sé í samræmi við mark- mið menningarstofnunarinnar sjálfrar, að flýta fyrir meðvitund um einingu mann- kynsins. Þetta var einmitt ósk Zamenhofs. Ekkert mál getur verið án sálar. Hvert þjóðmál tjáir sál eða menningu þjóðarinnar. Esper- anto tjáir einingarþrá mannkynsins og fyll- ir það andagift, sem gerir lífsþrótt þess skiljanlegan. Þó aðeins sé litið á málið frá málfræðisjónarmiði vekur það athygli. Eins og Zamenhof segir sjálfur frá, þá söng hann á hinu nýja máli, ásamt skólabræðrum sín- um í menntaskóla 1878, um afnám óvildar og annarra hindrana þjóða í milli, eftir að þeir höfðu lært orðasafnið, sem hann bjó til á unglingsaldri. En faðir lians, sem fyrst og fremst lifði í heimi staðreyndanna, krafðist þess að hann yfirgæfi alla drauma sína um þessa svonefndu köllun sína. Hann varð því að afhenda honum allar stílabækur sínar með orðasafni, málfræði og kvæðum á nýja málinu. Hann lauk svo menntaskólanámi, lærði læknisfræði í Moskvu og gerðist læknir. Síðar stundaði hann framhaldsnám í Vín- arborg og gerðist augnlæknir. Samt sem áð- ur lifði draumurinn alltaf í brjósti hans og festi þar djúpar rætur. 1887 kvæntist Zamenhof, og Silbernik tengdafaðir hans veitti honum fjárhagslega hjálp til þess að gefa út fyrstu kennslubók- ina, með orðasafni alþjóðamálsins nndir höfundarnafninu Dr. Esperanto. Ilægt gekk í fyrstu með útbreiðslu málsins, þar til rússneska stórskáldið Leo Tolstoj mælti op- inberlega með því í tímariti bókaútgáfunn- ar Posrednik 1894. Tolstoj hvatti þar alla kristna menn til þess að læra málið því að „jórnin er svo lítil, en möguleikarnir svo rniklir jyrir mannkyniS, aS enginn má skor- ast undan aS reyna.“ Frægir franskir rithöfundar fengu áhuga á málinu á síðustu árum aldarinnar og George Picot flutti skýrslu svissneska heim- spekingsins Ernest Naville í siðfræði- og þjóðmálafélaginu, þar sem hann mælti með esperantokennslu við alla skóla heimsins. Blaðaútgáfa hófst í mörgum löndum, námskeið voru haldin, félög stofnuð. og 301
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.