Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 11
OPIN LEIÐ? }ió verk þeirra teljist ung), en þeir virðast hafa gengið í skóla hjá Antonin Artaud (d. 1948), miklum furðumanni sem Frökkum þótti um tíma best geymdur í geðveikrahælum. Bók hans Le Théátre et son Double (1938) er eindregið merkust bóka um leikhús á þessari öld. Ég held að þeir sem gera sig að gagnrýnendum á nú- tímaleikhúsið, blaðamenn, samvinnu- skólamenn, lögfræðingar, heimspek- ingar, ættu að kynna sér þessa stuttu en mögnuðu hók. Að ég minnist nú ekki á leikara og þýðendur! Í Kleines Organon fiir das Theater segir Brecht: „Eins og menn stóðu frammi fyrir hinum óútreiknanlegu náttúruhamförum fornra alda standa þeir í dag frammi fyrir sjálfra sín framkvæmdum.“ (Versuche 12, bls. 116). Þessi uggur (ef til vill er orðið ekki rétt valið) gagnvart framkvæmd- um (athöfnum) nútímamanna var uppivöðslusamari í fyrri leikritum Brechts en þeim sem hann tók saman eftir að hann gekk á hönd sósíalism- anum, og söguskoðun Marx og día- lektík urðu honum þjál. Stirðbusa- háttur fræðsluleikrita hans (Lehr- stiicke), sem eru samin í millibils- ástandi, stafar líklega af því að hann hefur ekki enn haft fullt vald yfir efninu. Trú hans á sósíalismann létti honum áreiðanlega fyrir brjósti í út- legðinni, skerpti sjón hans á fyrir- brigði nútímans, sem hann hrá oft í gervi fyrri tíma. Sósíalismi Brechts er efagjarn. Leikhús sitt nefndi hann hið epíska. Báðir þessir „skólar“, Brechts og Artauds (Artaud nefndi leikhúsið sem hann boðaði „vægðarlaust leik- hús“, og mér virðist það nafn vel heimfæranlegt uppá Frakkana) brjóta vísvitandi í hág við vestræna leikhús- hefð. Artaud talar um „að það sé engin þörf að stíga niður á hið viður- styggilega plan nútímaleikhússins og þess franska til að fordæma sálfræði- lega leikhúsið.“ {Le Théátre . .., bls. 77 í amerískri þýð., Grove Press 1958). Og Brecht segir: „Þeirri feg- urðardýrkun, sem var iðkuð með ótrú á lærdóminum og fyrirlitningu á því gagnlega, hafnaði það (leikhús hans) með fyrirlitningu, sér í lagi vegna þess að ekkert fagurt kom fram leng- ur.“ (Versuche 12, bls. 109). Hjá háðum er því andóf gegn leik- húshefðinni skilyrði fyrir að leikhús þrífist. Á hinn bóginn er margt mjög ólíkt (og frönsku höfundarnir sem ég nefndi eru líka ólíkir): Brecht sýnir manninn ekki andspænis sjálfum sér. Fyrir honum var minnsta eining sam- félagsins ekki einn maður, heldur tveir menn. Leikrit hans eru lágmynd- ir um stéttabaráttuna. Hann leggur höfuðáherslu á að heimurinn hreyt- ist, sé breytanlegur. Þeir frönsku virðast einmitt standa frammi fyrir manninum og athöfnum hans einsog menn fyrri tíma stóðu 153
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.