Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 11
OPIN LEIÐ?
}ió verk þeirra teljist ung), en þeir
virðast hafa gengið í skóla hjá
Antonin Artaud (d. 1948), miklum
furðumanni sem Frökkum þótti um
tíma best geymdur í geðveikrahælum.
Bók hans Le Théátre et son Double
(1938) er eindregið merkust bóka um
leikhús á þessari öld. Ég held að þeir
sem gera sig að gagnrýnendum á nú-
tímaleikhúsið, blaðamenn, samvinnu-
skólamenn, lögfræðingar, heimspek-
ingar, ættu að kynna sér þessa stuttu
en mögnuðu hók. Að ég minnist nú
ekki á leikara og þýðendur!
Í Kleines Organon fiir das Theater
segir Brecht: „Eins og menn stóðu
frammi fyrir hinum óútreiknanlegu
náttúruhamförum fornra alda standa
þeir í dag frammi fyrir sjálfra sín
framkvæmdum.“ (Versuche 12, bls.
116). Þessi uggur (ef til vill er orðið
ekki rétt valið) gagnvart framkvæmd-
um (athöfnum) nútímamanna var
uppivöðslusamari í fyrri leikritum
Brechts en þeim sem hann tók saman
eftir að hann gekk á hönd sósíalism-
anum, og söguskoðun Marx og día-
lektík urðu honum þjál. Stirðbusa-
háttur fræðsluleikrita hans (Lehr-
stiicke), sem eru samin í millibils-
ástandi, stafar líklega af því að hann
hefur ekki enn haft fullt vald yfir
efninu. Trú hans á sósíalismann létti
honum áreiðanlega fyrir brjósti í út-
legðinni, skerpti sjón hans á fyrir-
brigði nútímans, sem hann hrá oft í
gervi fyrri tíma. Sósíalismi Brechts er
efagjarn. Leikhús sitt nefndi hann hið
epíska.
Báðir þessir „skólar“, Brechts og
Artauds (Artaud nefndi leikhúsið
sem hann boðaði „vægðarlaust leik-
hús“, og mér virðist það nafn vel
heimfæranlegt uppá Frakkana) brjóta
vísvitandi í hág við vestræna leikhús-
hefð. Artaud talar um „að það sé
engin þörf að stíga niður á hið viður-
styggilega plan nútímaleikhússins og
þess franska til að fordæma sálfræði-
lega leikhúsið.“ {Le Théátre . .., bls.
77 í amerískri þýð., Grove Press
1958). Og Brecht segir: „Þeirri feg-
urðardýrkun, sem var iðkuð með ótrú
á lærdóminum og fyrirlitningu á því
gagnlega, hafnaði það (leikhús hans)
með fyrirlitningu, sér í lagi vegna
þess að ekkert fagurt kom fram leng-
ur.“ (Versuche 12, bls. 109).
Hjá háðum er því andóf gegn leik-
húshefðinni skilyrði fyrir að leikhús
þrífist. Á hinn bóginn er margt mjög
ólíkt (og frönsku höfundarnir sem ég
nefndi eru líka ólíkir): Brecht sýnir
manninn ekki andspænis sjálfum sér.
Fyrir honum var minnsta eining sam-
félagsins ekki einn maður, heldur
tveir menn. Leikrit hans eru lágmynd-
ir um stéttabaráttuna. Hann leggur
höfuðáherslu á að heimurinn hreyt-
ist, sé breytanlegur.
Þeir frönsku virðast einmitt standa
frammi fyrir manninum og athöfnum
hans einsog menn fyrri tíma stóðu
153