Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
frammi fyrir óútreiknanleika náttúru-
hamfaranna. Sjálfskoðunin, þetta al-
genga minni nútímabókmenntanna,
skýtur víða upp kollinum; stundum
flökrar að manni að höfundurinn sé
að skoða sjálfan sig, sinn einkaheim,
með því að semja leikritið (sbr. Le
Professeur Taranne eftir Adamov;
man ekki betur en Adamov hafi við-
urkennt þetta). Hjá þeim er fátt „göf-
ugra“ tilfinninga eða „mikilla“ hug-
sjóna: maðurinn þreifar sig áfram í
óskiljanlegri veröld, sjálfum sér
óskiljanlegur, en hann þreifar sig
áfram.
Þegar heimsmynd mannsins stækk-
ar minnkar hann í eigin augum. Ég
ímynda mér að þetta hafi líka gerst á
tímurn landafundanna, minnsta kosti
eftir að gullmóðurinn rann af mönn-
um, þó dæmi sé mér ekki tiltækt. En
þessar miklu uppgötvanir, sem blöðin
ræða svo mikið um, eru tvíbentar.
Hingað til hefur hölvísari þáttur
þeirra verið aðsópsmeiri. Gengi blað-
anna veltur á æsingu (einsog raunar
vestræns leikhúss), þau hafa notfært
sér möguleikann á heimssprengingu.
Það er ofur auðvelt (og oft rétt) að
skella skuldinni á stjórnmálamenn-
ina, en sökin bítur líka okkur. Við
getum ekkert gert: það er frumrót
sektarvitundarinnar. Hugmyndir
gömlu mannanna hljóta að vera
rangar fyrst þær leiddu þessi ósköp af
sér ... Allt þetta kemur heim við
reynslu manns sem telur herstefnuna
landinu hættulegri en lífshættulega,
og hefur Herinn daglega fyrir aug-
unum.
Samslungin þessu er togstreitan í
heiminum, hin tvö sívirku skaut: sósí-
alismi — kapítalismi. Hugur allra er
innan segulsviðs beggja. En jafnvel
þeir sem óttast sósíalisma (eignamenn
og hugsjónamenn) verða rámir ef
þeir eiga að syngja kapítalismanum
lof í skáldskap. Þeir sem hafna algjör-
lega sósíalismanum hljóta að lifa í
lokaðri veröld, nema þeir trúi á fram-
haldslíf. Þeir sem trúa á sósíalisma
eiga von, veröld þeirra er opin, en þó
her að geta þess að rómantískur sósí-
alismi virðist fela í sér hneigð til að
fjarlægjast veruleikann, verða kredda.
Og kreddan lokar.
í þessari flóknu klofnu veröld þar
sem allt virðist standa í járnum, þar
sem maðurinn virðist yfirleitt
gleymdur, dregst athyglin að mannin-
um. Á honum veltur allt síðan him-
inninn tæmdist. Það er rætt um dag-
inn í dag, hluti þessa dags, atburði
þessa dags: „hins góða er æskt, það
er afleiðing gerðar; hið illa er ævar-
andi“. (Artaud, Le Théátre ... bls.
102). Eða hið óútskýrða. Fyrirburð-
ina. Hverju er að treysta? Efinn flyt-
ur fjöll, segir Brecht.
Leið vestræns leikhúss (ég nota
orðið um þá sem feta í spor hefðar-
innar) hefur verið önnur. Mér finnst
154