Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Síða 14
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR að sem þægindin eru, segir Morgun- blaðið, en hefur Morgunblaðið rétt fyrir sér? .. . Já, sannarlega er auð- veldara á þessum tíma að iðka brosið sitt, að ganga um með battinn sinn, að sá um sig bröndurunum sínum, en að segja nei, en að telja sig ekki hafa lært allt um manninn, en að hafa sannfæringu (og þó eru hattur, bros og brandarar fyllilega samþýðanleg þessum hlutum!) En við eigum stöð- ugt á hættu að brandararnir okkar gangi til þurrðar. Og ef við týnum bröndurunum okkar niður verðum við að taka hattinn okkar ofan ■— og skallinn okkar er nakinn. Þá verður seint að fara að skipta í miðju! Hraðinn, þetta nýja skurðgoð, hef- ur klofið okkur á dularfullan hátt frá fortíð okkar. En hættum nú að drúpa höfðinu í þögn. Fortíðin kemur ekki aftur, og henni verður ekki breytt. Hér erum við stödd, við getum ekki annað. Veruleikinn umhverfis okkur og í okkur — þetta ókannaða land. Fræin eru ekki farin að spíra, en þau hafa bólgnað upp. Hann hefur aldrei tekið okkur nein- um vettlingatökum. Hann opnast ekki nema sérstakt komi til. Lengi munum við ekki skilja merkingu hans, en lif- um hann samt! Við höfum lengi ekki skilið merkingu hans, en það er á- stæðulaust að æðrast. Við erum það sem verður. Orð mannanna, orð bók- anna, orð útvarpsins, orð dagblað- anna villtu áreiðanlega um fyrir okk- ur. Við trúðum þeim, við vildum geta flokkað þau. Við vildum geta sagt, satt eða ósatt. En öll þessi orð, lam- andi eða uppörfandi, eru líka partar þessa veruleika. Þau eru hvorki fylli- lega sönn, eða fyllilega ósönn. Ef best lætur benda þau til sannleika. I þeim eru ólíkir sannleikar. Þessi tími á sína fegurð, hún er ó- uppgötvuð. En í landi okkar herðast tök hinnar nýju nýlendustefnu. Athafnamálaráð- herrann hneigir hvítkollinn sinn. Og biskupinn hneigir lika svartkollinn sinn. Þó þá greini á um margt eru þeir sammála um þetta. Hvernig getum við játað þessum tíma? Ef við leggj- um hönd á plóginn munum við ánetj- ast. Og ef við eignumst engan plóg mun hönd okkar visna. Þá skaltu plægja akur góðlátleik- ans. Sannaðu með fyndni þinni að líf okkar sé gott, að hætti Wilders. Láttu skína í að spillingin sé ekki spilling, heldur fjörbrot nýrra tíma, fylgifisk- ur framfaranna, sjálf siðmenningin. Komdu þér vel við fólkið sem sækir þangað sem þægindin eru. The true romances semur það sjálft (þó annar haldi um pennann). The true roman- ces vill það einkum lesa. Nú skaltu semja true romances fyrir fólkið. Þú þarft að búa til ringulreið í miðið til að skapa æsingu, en í lokin verður allt 156
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.