Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 19
OPIN LEIÐ? orðinn fús að fara í útlegð, hittir hann á ströndinni hinn unga Fortin- bras, sem er á leið til Póllands með herflokka sína. Hann verður altekinn af þessu herskáa fordæmi, snýr aftur og slátrar í villimannlegu æðiskasti föðurbróður sínum, móður sinni og sjálfum sér, en lætur Norðmanninn taka við Danmörku. I þessum málsat- vikum sér maður hinn unga, en þegar nokkuð holduga mann beita harla ó- sigurstranglega hinni nýju skynsemi, sem hann dakk í sig við háskólann í Wittenberg. Hún verður honum til trafala í viðureigninni við klækja- brögð lénshöfðingjanna, sem hann hverfur aftur til. Gagnvart hinni ó- skynsamlegu praxis er skynsemi hans alveg ópraktísk. Hann verður tragískt fórnardýr mótsagnarinnar milli slíks hugsunarháttar og slíkrar athafnar“ (Versuche 12, bls. 136—37). Sparsemi, hnitmiðun, lítilleg af- myndun sem hnippir við hugmynda- flugi áhorfenda, vekur undrun þeirra og gagnrýni; alvarleg beiting lok- leysu, fáránleika, banalítets; notkun mynda sem varpa ljósi á persónuna, kjör hennar, eða birta sálarástand í leiftri; að þrýsta fram í dagsljósið at- burðum vitundarinnar en draga í hlé ytri viðburðarás, og hvað speglast í öðru — allir þessir „klækir111 höfund- 1 Ég reyni að líta á málið ókunnum aug- um. Þeir sem þekkja til munu vita að hér er ekki endilega um klæki að ræða, heldur undar (eða leikstjóra), til að ná tök- um á veruleika nútímamannsins, hljóta að valda leikurum sem hafa vanist innlifun, sálarfræði, rökum stofuleikritanna, nokkrum örðugleik- um. Þó þurfa leikarar ef til vill öðru fremur að átta sig á, og sætta sig við, fjölbreytni þeirra möguleika sem leikhúsið býður uppá, og hlýða óhik- að nauðsyninni að leita. Hvernig væri til dæmis að fá klón- inn Chaplin til að leika hlutverk Mess- íasar.2 Leikrit Tsékoffs má áreiðan- lega leika á nokkuð galsafenginn hátt einsog hann vildi víst sjálfur. Beina- ber leikrit Ionescos um fáfengileikann fá óvænta reisn þegar þau eru leikin . .. næstum hátíðlega. í leikriti Beck- etts Beðið eftir Godot eru þeir kump- ánar Estragon og Vladimir bersýni- lega með alvöruhor í nefinu, er hægt að gera þá að skrípaköllum? Osfrv. Leikhúsið hefur frá upphafi verið tengt trúarbrögðunum, eða borið í sér guðfræðilegar hneigðir, ákall. I leikritum Grikkja tala guðirnir. f leik- ritum Racines er guð í felum alls staðar. Leikhúsið þarfnast bakhjarls, heimsmyndar, sem það getur stuðst við, sótt hugmyndir sínar, orð sín til. Við könnumst við hugmynd Shake- speares um samband náttúru og mannlifs, sem heimilaði honum svo meistaraleg leikbrögð. eru þetta oft leifar fáránleikans sem verkið sprettur af — ef til vill óþekkt fegurð. 2 Hugmyndin er frá Henri Lefebvre. TÍMARIT máls oc mennincar 161 11
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.