Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 21

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 21
ARNI KRISTJANSSON Á Cliopinliátíð í Varsjá Árna Kristjánssyni tónlistarstjóra Ríkisútvarpsins var í febrúarmánuði sJ. boðið ásamt konu sinni til Chopinhátíðar í Varsjá. Hátíðahöld þessi fóru frarn í tilefni 150 ára afmælis tónskáldsins. Fryderyk-Chopin-nefndin stóð fyrir boðinu, en sú nefnd var skipuð af pólska ríkisráðinu til að annast skipulagningu margvíslegra framkvæmda á þessu hátíðarári Chopins. Menn- ingarráð Sameinuðu þjóðanna, Unesco, tók að sér vernd þessara hátíða- halda, og að tilstuðlan þess voru skipaðar heiðursnefndir í mörgum löndum m. a. á Islandi. Beztu píanóleikarar Pólverja og jafnvel hljómsveitarstjórar voru sendir til tónleikahalds í mörgum höfuðborgum heimsins, en frægasti píaiipsnillingur nútímans af pólskum uppruna, Arthur Rubinstein, kom hins- vegar til Póllands og lék fyrir landa sína þar. — Frásögnin sem hér er birt var upphaflega flutt á kynningarfundi Pólsk-íslenzka menningarfélagsins. Það var ekki amalegt fyrir íslenzk- an tónlistarmann og Chopinað- dáanda að eiga kost á því að heim- sækja Pólland, kynnast landi Chopins og þjóð af eigin raun, sjá allt það og heyra, sem tengir okkur nútímamenn við þenna pólska meistara og tíð hans — mega „ganga á hans vegum“ — ef svo má segja. Eftirvæntingin var mikil, þegar við loksins, einn góðan veðurdag á hall- andi vetri, sitjum í flugvél yfir Eystra- salti og stefnum til suðurs — til Pól- lands-stranda. Dagurinn var fagur, með hvítum skýjabólstrum yfir bláu hafi og gaf fyrirheit um vor og vakn- andi líf handan við hafið. Loks sjá- um við hvar aldan brotnar á lágri strönd. Við fljúgum inn yfir að því er virðist óendanlega, mjúkt dregna, bugðótta strandlengju Póllands. Sandrif teygja trjónur sínar hér og þar út úr strandlengjunni og umlykja smá lón. „Pólland," segi ég við konu mína, og hef upp frá því ekki augun af rúð- unni. — Sléttumannaland kölluðu Fjölnismenn Pólland, og lágt er það hér norðan til. A jörðu sjást smá þorp og byggðalög. Snjór liggur á auðum svæðum milli svartra skógarþykkna. Þarna lítum við virkisborg á fljóts- hakka — vígin mynda stjörnu. Grudziadz heitir borgin (sumir 160
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.