Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 27
Á CHOPINHÁTÍÖ í VARSJÁ
það að vissu leyti að þakka, að Var-
sjá-búar hafa ekki týnt fortíð sinni.
*
Hátíðatónleikanna var beðið með
mikilli eftirvæntingu enda varð eng-
inn svikinn af þeim. Þetta voru stór-
fenglegir tónleikar og hátíðlegir —
haldnir í hinni nýju tónlistarhöll
borgarinnar Fílharmóníu — eins og
hún er kölluð, stóru og veglegu húsi
með súlnaröðum fyrir dyrum og mikl-
'um göngum og sölum. Tónleikasalur-
inn rúmar um 1100 manns, er klædd-
ur marmarahellum — sviðið geysi-
stórt og mikið orgel við afturhlið
þess. Allar bekkjaraðir voru fullskip-
aðar prúðbúnu fólki, fyrirmenn ríkis-
ins og fulltrúar pólsks menntalífs á
hliðarsvölum; kliðurinn í salnum
minnir á brimgný. En allt dettur í
dúnalogn er forseti Chopin-nefndar-
innar prófessor Drzewiecki, setur há-
tíðarsamkomu þessa og hyllir Chopin.
Síðan er þjóðsöngurinn leikinn af
hljómsveitinni, hratt og hetjulega, en
er tónar hans þagna og fólkið er setzt
niður, gengur Artur Rubinstein inn á
sviðið og fyrsta lófataks-þruman ríð-
ur yfir salinn. Það var sem heilsað
væri ástsælum konungi er snýr heim
úr útlegð. Loks gat Rubinstein setzt
niður við flygilinn. Hljómsveitar-
stjórinn bíður með taktsprotann á
lofti, gefur síðan merkið — en viti
menn, — þ. e. a. s. þeir, sem ekki
höfðu litið í efnisskrána eins og við
— það var ekki Chopin, heldur
Brahms, sem tók til máls. B-dúr kon-
sert Jóhannesar Brahms er að vísu
viðhafnarmikið verk og fagurt og
sómir sér hið bezta við hátíðleg tæki-
færi, en hvað hefur sinn tíma og ein-
hvern veginn kunni ég ekki við það
hér á þessum stað og þessari stund.
En hvað um það — þetta er eftirlætis-
konsert Rubinsteins, og hví skyldi
hann ekki leika hann? Chopin kom á
eftir — f-moll konsertinn. Og nú var
eins og stundin lyftist í hæðir — tæki
á sig helgiblæ. Steinhljótt í salnum -—•
grafkyrrð. Og ég verð að segja, að
aldrei hef ég heyrt Rubinstein gera
eins vel. Virtúósinn, heimsmeistarinn
og Steinway-temjarinn var allur á bak
og burt, — en í hans stað sat þarna
gamall, Ijúfur og látlaus listamaður,
og dreymdi upp aftur drauma æsku
sinnar. Hvað geta ekki hátíðlegar
stundir laðað fram úr mannshjart-
anu! Nú var fögnuður áheyrenda
hljóðari — en eins og varanlegri en
fyrr.
Að lokum var flutt mikið kórverk
eftir Karol Szymanowsky, annað
frægasta tónskáld Pólverja, — fagurt
verk og ljómandi vel flutt af filhar-
móníu-hljómsveit Varsjár, kór og ein-
söngvurum, sem ég kann ekki að
nefna, undir stjórn Witolds Rowic-
kis. Þetta voru minnisstæðir tónleikar
og munu aldrei fyrnast í hugum okk-
ar, sem komin vorum norðan af ís-
landi til þess að taka þátt í þessari
169