Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 27
Á CHOPINHÁTÍÖ í VARSJÁ það að vissu leyti að þakka, að Var- sjá-búar hafa ekki týnt fortíð sinni. * Hátíðatónleikanna var beðið með mikilli eftirvæntingu enda varð eng- inn svikinn af þeim. Þetta voru stór- fenglegir tónleikar og hátíðlegir — haldnir í hinni nýju tónlistarhöll borgarinnar Fílharmóníu — eins og hún er kölluð, stóru og veglegu húsi með súlnaröðum fyrir dyrum og mikl- 'um göngum og sölum. Tónleikasalur- inn rúmar um 1100 manns, er klædd- ur marmarahellum — sviðið geysi- stórt og mikið orgel við afturhlið þess. Allar bekkjaraðir voru fullskip- aðar prúðbúnu fólki, fyrirmenn ríkis- ins og fulltrúar pólsks menntalífs á hliðarsvölum; kliðurinn í salnum minnir á brimgný. En allt dettur í dúnalogn er forseti Chopin-nefndar- innar prófessor Drzewiecki, setur há- tíðarsamkomu þessa og hyllir Chopin. Síðan er þjóðsöngurinn leikinn af hljómsveitinni, hratt og hetjulega, en er tónar hans þagna og fólkið er setzt niður, gengur Artur Rubinstein inn á sviðið og fyrsta lófataks-þruman ríð- ur yfir salinn. Það var sem heilsað væri ástsælum konungi er snýr heim úr útlegð. Loks gat Rubinstein setzt niður við flygilinn. Hljómsveitar- stjórinn bíður með taktsprotann á lofti, gefur síðan merkið — en viti menn, — þ. e. a. s. þeir, sem ekki höfðu litið í efnisskrána eins og við — það var ekki Chopin, heldur Brahms, sem tók til máls. B-dúr kon- sert Jóhannesar Brahms er að vísu viðhafnarmikið verk og fagurt og sómir sér hið bezta við hátíðleg tæki- færi, en hvað hefur sinn tíma og ein- hvern veginn kunni ég ekki við það hér á þessum stað og þessari stund. En hvað um það — þetta er eftirlætis- konsert Rubinsteins, og hví skyldi hann ekki leika hann? Chopin kom á eftir — f-moll konsertinn. Og nú var eins og stundin lyftist í hæðir — tæki á sig helgiblæ. Steinhljótt í salnum -—• grafkyrrð. Og ég verð að segja, að aldrei hef ég heyrt Rubinstein gera eins vel. Virtúósinn, heimsmeistarinn og Steinway-temjarinn var allur á bak og burt, — en í hans stað sat þarna gamall, Ijúfur og látlaus listamaður, og dreymdi upp aftur drauma æsku sinnar. Hvað geta ekki hátíðlegar stundir laðað fram úr mannshjart- anu! Nú var fögnuður áheyrenda hljóðari — en eins og varanlegri en fyrr. Að lokum var flutt mikið kórverk eftir Karol Szymanowsky, annað frægasta tónskáld Pólverja, — fagurt verk og ljómandi vel flutt af filhar- móníu-hljómsveit Varsjár, kór og ein- söngvurum, sem ég kann ekki að nefna, undir stjórn Witolds Rowic- kis. Þetta voru minnisstæðir tónleikar og munu aldrei fyrnast í hugum okk- ar, sem komin vorum norðan af ís- landi til þess að taka þátt í þessari 169
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.