Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 33
ÁLFHEIMASTÚLKURNAR peninga, því að Púttji var góð systir og mat siðprýði þeirra mikils. Ella og Irin voru líka hreyknar yfir því, að þær voru siðprúðar stúlkur, sem ekki þurfa að láta neitt í skiptum fyrir húsnæðið, silkisokkana, fjaðrahattana og lakk- skóna. Hjá Ellu var líka sérstök ástæða fyrir stolti. Hún ætlaði að verða kennslu- kona. Skírteinið var hún þegar komin með upp á vasann og beið nú ekki eftir öðru en stöðu. En það ætlaði að verða bið á því, að hún yrði skipuð í stöðu, enda þótt baróninn —- baróninn hennar Púttji — hefði látið svo lítið að snúa sér til nokkurra hæjarráðsmeðlima, leyndarráða og sjálfs borgarstjórans út af því máli. Aftur á móti var írin draumlynd stúlka, sem þráði hjónaband og annað ekki. Að ganga í hjónaband á siðprúðan, heiðvirðan hátt eins og aðrar venju- legar, borgaralegar konur; elda mat með eigin höndum í þriggja herbergja íbúð; taka þátt í argi og þvargi dagsins: æ, æ og aftur æ, um það sveimaði hugurinn. Þessum draumi lifði hún í sinni þolinmóðu bið eftir karlmanni, eftir lausnara sínum eiginmanninum. Og þær biðu. Þær voru allar þrjár að bíða. Ella eftir stöðunni, írin eiginmanninum, en Púttji beið eftir því að draumar yngri systra hennar rættust. 2 Dag nokkurn kom Ella heim og ljómaði öll í framan. — Elskan, sagði hún við Púttji, nú held ég fái samt sem áður stöðu. Mað- urinn, sem sér um stöðuveitinguna, sendi mér skilaboð, að ég skyldi heimsækja hann síðdegis. — Loksins! sagði Púttji. — Gæfan er þó að minnsta kosti á leiðinni til þín, sagði írin, og bætti við andvarpandi: — En hvað dvelur mína ? Þær þögðu um hríð í djúpum þönkum yfir þessu. — Ég sé, sagði Púttji, að hér verð ég að taka í taumana. Þú nærð aldrei í mann af sjálfsdáðum, þú ert svo mikill klaufi. En ég skal koma þér inn í hjónabandið. — Æ, ef þú ætlar þér ... þér heppnast allt, sagði írin með hrifningu. Púttji leit upp með sér á írin: — Það var kjánaskapur, að við skyldum ekki hugsa fyrr út í þetta. Fátæk 175
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.