Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 45
UPPRUNI ÍSLENZKRAR MENNINGAR Því liefur að vísu verið haldið fram, að Oðinn hafi lítt verið dýrk- aður á Islandi,7 en slíkar kenningar brjóta mjög í bága við þær heimildir, sem tiltækar eru. Segja má, að við at- huganir á heiðnum sið íslendinga verði ekki þverfótað fyrir Óðni og Óðinshugmyndum. Það er áreiðan- lega ekki út í hött, þegar höfundur Hallfreðar sögu lætur H'allfreð og kumpána hans heita á Þór og Óðin, ef þeir skyldu komast til íslands. Þessir tveir guðir voru báðir mjög dýrkaðir á íslandi. Barði Guðmundsson leggur mikla áherzlu á sambandið milli Freysdýrk- enda og skáldskapar, og færir að því mikilvæg rök. Hér má ætla, að sé um sænsk áhrif að ræða. Herúlarnir hafa tvímælalaust verið miklir Óðins- dýrkendur, en þeir hafa að sjálfsögðu dýrkað önnur goð, enda tekur Prókó- píus það beinlínis fram, að þeir dýrki fjölda goða. Slíkt kemur vitanlega heim við íslenzkar goðsagnir, þar sem goðafjöldi er undarlega mikill, því að goðin þar eru fleiri en vitað er um, að aðrir germanskir þjóðflokkar á síðustu öldum heiðni hafi dýrkað. í íslenzkum goðsögnum koma fram ýmis goð og goðaheiti, sem eru ekki kunn með öðrum þjóðum. Slíkt mis- ræmi verður einna helzt skýrt á þá lund, að íslendingar hafi erft hug- myndir frá þjóðflokki, sem hefur látið lítil áhrif eftir sig annars staðar. Norski munkurinn Þjóðrekur tekur það fram um íslendinga, að þeir hafi verið fróðari um forna viðburði en aðrar þjóðir. I ummælum þessum kemur ekki einungis fram viðurkenn- ing á sagnaauð íslendinga, heldur einnig munurinn, sem var á milli ís- lenzkrar og norskrar menningar á 12. öld. Eflaust hefur svipaður munur á íslendingum og Norðmönnum verið þegar á 10. öld. íslenzkar arfsagnir um forna atburði á meginlandi Evr- ópu og á Norðurlöndum virðast aldrei hafa verið eign norsku þjóðarinnar, heldur séreign íslendinga fyrir og eftir landnám. Nú er það alkunna, hve heimtufrekir skandinavískir fræðimenn hafa verið að eigna sér allt, sem íslenzkt var. Jafnvel íslenzkir fræðimenn, sem ættu þó að hafa meiri víðsýni og betri skilning, hika ekki við að tala um „norsk Eddukvæði“ og „norskar arfsagnir“. í rauninni er býsna örðugt að eigna neinni Norð- urlandaþjóðinni þessar fornu bók- menntir, af þeim sökum að hin fornu kvæði og arfsagnir virðast einungis hafa heyrt til fámennum þjóðflokki, sem hverfur til íslands. En Norðmenn hafa ekki einungis seilzt til fornkvæða vorra og eignað sér þau, þeir hafa einnig látið ginnast af þeim og dregið af þeim næsta hæpnar ályktanir. Þannig hefur forsaga íslendinga villt þeim sýnir. Nú er það alkunna, hve tiltölulega lítið af fornum kvæðum og fornum arfsögnum íslendinga lýtur að Nor- 187
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.