Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 46

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 46
TIMARIT MALS OG MENNINGAR egi. íslendingar varðveittu kvæði um atburði í sögu ýmissa þjóðflokka af germönskum stofni sunnan frá megin- landi Evrópu. Og þeir geymdu sögur og kvæði um atburði, sem tengdir voru við Svíþjóð og Danmörku. Sé kvæðum þessum og arfsögnum skipað saman eftir atburðaröð, kemur fram býsna merkileg mynd af ferli þeirrar þjóðar, sem síðar byggði Island. Eins og Barði bendir á, kemur slíkt undar- lega vel heim við feril Herúla. En hér tel ég, að miklu mætti bæta við rök Barða, enda hefði hann eflaust gert það sjálfur, ef honum hefði enzt ald- ur til. Hvarvetna í fornum sögum vor- um koma fyrir atriði, sem benda í þessa átt. Ég ætla mér ekki í þessum greinarstúf að bæta þar miklu við, en við lestur bókarinnar eftir Barða rifj- uðust upp fyrir mér ýmis einkenni á íslenzkum arfsögnum, og hér skal minnzt á eitt þeirra. í fornum sögum og kvæðum vorum koma fyrir all- mörg mannanöfn, sem virðast hafa horfið úr tízku löngu fyrir Islands byggð. Þau koma ekki fyrir á Norður- löndum, einungis í íslenzkum sögum. Sum þessi nöfn eiga sér hliðstæður með germönskum þjóðflokkum sunn- an úr álfu. Sem dæmi um þetta má minna á nafnaflokkinn, sem er sam- settur með forliðnum Fjöl-. í fornum sögnum og kvæðum koma fyrir nokk. ur nöfn, sem hafa þennan forlið, en einungis eitt þeirra kemur fyrir að skírnarnafni hér á landi að fornu (á 14. öld), og mun þar vera um áhrif frá fornaldarsögum að ræða, og ekk- ert þessara nafna kemur fyrir að skírnarnöfnum á Norðurlöndum, svo að vitað sé. En forliðurinn Fjöl- virð- ist hafa tíðkazt með Gotum og Her- úlum. Freistandi er að benda á nafnið Fjölmóður, sem kemur fyrir í Gaut- reks sögu. Sú saga geymir ævaforn minni, og eitt hinna fornu atriða virð- ist þetta mannsnafn vera, því að það mun vera hið sama og herúlska nafn- ið Filemoutli, sem er eitt hinna örfáu mannanafna Herúla, sem kunnugt er um. Að sjálfsögðu verða harla litlar ályktanir dregnar af einstaka nöfnum. en þegar það er haft í huga, hve nafnaforði hinna fornu sagna og kvæða er frábrugðinn því, sem tíðk- aðist í Skandinavíu, verður ekki kom- izt hjá því að gera ráð fyrir sérstakri menningarerfð í íslenzkum arfsög- um. Sú skoðun, að Islendingar hafi flú- ið úr Noregi fyrir ofríki Haralds hár- fagra, er mjög kunn af Landnámu og öðrum fornum heimildum vorum. Engin ástæða er til að draga þessa skoðun í efa, en hins vegar er nauð- synlegt að átta sig vel á forsendum hennar. Hafi forfeður íslendinga ein- ungis dvalizt í Noregi um fáa manns- aldra, áður en þeir fluttust búferlum hingað, og aldrei samræmzt norskum venjum, en haldið hins vegar fornum menningarvenjum sínum, er það að sjálfsögðu auðskilið, að slíkt þjóðar- 188
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.