Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Side 52
UARALDUR JÓHANNSSON
Millifærslukerfið
1957—1959
Verð íslenzkrar krónu í erlendum
gjaldeyri nefnist gengi hennar.
Andvirði útfluttra vara í íslenzkum
krónum breytist þannig í hlutfalli við
breytingar á genginu. Gengi krónunn-
ar verður að sjálfsögðu að skrá þann-
ig, að andvirði útfluttra vara í íslenzk-
um krónum sé það hátt, að það svari
kostnaði að nýta til fulls kost atvinnu-
tækja í útflutningsatvinnuvegunum,
sjávarútveginum. Svo framarlega sem
gengisskráningin uppfyllir þetta skil-
yrði, hefur hún ekki áhrif á magn er-
lends gjaldeyris, sem aflað er, heldur
einungis á skiptingu þjóðarteknanna.
Því lægra sem gengi krónunnar er
skráð, því stærri hlut þjóðarteknanna
bera útflutningsatvinnuvegirnir úr
býtum. Gengi krónunnar verður þess
vegna metið eftir því tvennu, hvort
það tryggir nýtingu allra framleiðslu-
tækja í útflutningsatvinnuvegunum,
sjávarútveginum, og hvort það trygg-
ir, að skipting þjóðarteknanna sé ekki
ójafnari en nauðsyn krefur. Út frá
þessum tveimur sjónarmiðum einkum
þó hinu fyrra, verður rætt það fyrir-
komulag útflutningsuppbóta og milli-
færslna, sem starfrækt hefur verið
undir fyrri og síðari útflutningssjóðs-
lögunum, en það hefur í reynd jafn-
gilt margfaldri gengisskráningu.
I
Eiginlegar útflutningsuppbætur
verða raktar til misræmis innlends og
erlends verðlags. Útflutningsuppbæt-
ur hafa verið misháar eftir vörum og
jafnvel innflutningslöndum. Þær hafa
að mestu leyti verið greiddar á f.o.b.-
andvirði vara eftir staðfest gjaldeyr-
isskil, en að nokkru leyti innt af hendi
sem iðgjöld vegna vátrygginga fiski-
skipa og dagleg framlög til rekstrar-
kostnaðar. Áætluð árleg heildar-
greiðsla iðgjaldanna hefur verið
dregin frá heildarupphæð verðbóta á
áætlað fiskmagn ársins, áður en á-
kveðin hefur verið árleg hæð útflutn-
ingsuppbótanna.
Auk þessara greiðslna útflutnings-
uppbóta hafa verið greidd óbeinlínis
til útflutningsatvinnuveganna vegna
194