Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 75
STYRJALDIR OG VIÐSKIPTAFRELSI en ný hætta steðjaði að: frekari drátt- ur á því að semja um frið gat leitt til byltingar. Þá fyrst, þegar yfirstéttin fann jörðina gliðna undir fótum sér, lét hún verða af því, samkvæmt ein- dregnum tilmælum Bandaríkjanna, að leggja algjört viðskiptabann á Þýzkaland. Þýzka stjórnin gerði sér jafnskjótt ljóst að nú dró til úrslita. Hún lét herinn hefja örvæntingarfulla lokasókn, og gafst upp. Allt í einu flýði Vilhjálmur keisari til Amerongen, Karl keisari til Lau- sanne og krónprinsinn til Wieringen. Tyrkneski soldáninn hafði þegar forð- að sér og kvennabúri sínu á öruggan stað á Eyjahafi, og Ferdinand Búlg- aríukonungur vrarð á seinustu stundu gripinn óstjórnlegri löngun til að fara á fiðrildaveiðar í skógum Lichten- steins. Hershöfðingjarnir tóku af sér heiðursmerkin. Ludendorff gerði sig óþekkjanlegan með því að setja upp falskt skegg og svört gleraugu. Rúss- neski aðallinn byrjaði að þvo leirtau í Konstantinópel. Englandsbanki var troðfullur af fjölskylduskartgripum, sem dauðskelkaðir erkihertogar, sigr- aðir hershöfðingjar og alþjóðlegir fjárplógsmenn höfðu komið þar fyrir til geymslu. 1 Sieges Allee í Berlín blöktu kröfuborðar fólksins, og axla- skrautið var slitið af herðum júnkar- anna. Stytta Bismarcks var krýnd með jakobínahúfu. í Bayern var þingið leyst upp og myndað alþýðuráð. Mún- chenbúar sungu „la Carmagnole“. Berlínarsinfóníuhljómsveitin tók und- ir og lék franska byltingarsönginn við styttu Friðriks mikla. Hermennirnir á vígstöðvunum fleygðu rifflunum og brutu vélbyssurnar. Hundrað og þrjá- tíu franskar herdeildir voru í þann vekinn að yfirgefa vígstöðvarnar og halda fylktu liði til Parísar. Þá var loks samið um vopnahlé. Það mátti ekki seinna vera. Ef því hefði verið frestað um þrjá mánuði til viðbótar, hefði Sovét-Frakkland rétt hinni frjálsu þýzku þjóð bróður- hönd sína. Hinar ráðandi stéttir Evr- ópu höfðu sameiginlega komið auga á hættuna, og það var ekki nauðsyn- legt að hefja tímafrekar samninga- umleitanir til að binda enda á styrj- öldina. Eðlisskynið réð gerðum þeirra. Strax eftir að fundum þeirra Fochs og Hindenburgs bar saman í skóginum við Rethondes urðu þeir ásáttir um að hafa 100 kílómetra mannlaust belti milli hinna víkjandi þýzku herja og sigurvegaranna til að koma í veg fyrir að vinsamleg sam- skipti tækjust milli hermannanna. Prússneska járnherdeildin, sem ein- göngu var skipuð júnkurum, var kvödd heim frá Eystrasaltsvígstöðvun- um til að halda uppi lögum og reglu í Berlín. Clemenceau lagði til að band- arísku herjunum yrði dreift um allt Frakkland „til að halda byltingaröfl- unum í skefjum“. Áður en þýzku her- sveitirnar höfðu hörfað yfir Rín kom fram sú tillaga í frönskum blöðum, að 217
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.