Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Qupperneq 80
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Ekkert getur komið í veg fyrir ris rússneskunnar meðal mikilvægustu stórtungumála heimsins. í þessum kringumstæðum getur ekkert nema tilbúið tungumál tryggt víðtæk alls- herjarsamskipti á jafnfréttisgrund- velli milli allra jrjóða. Einkum er þetta atriði afar mikilvægt fyrir smá- þjóðirnar. Ef lifandi, erlent tungumál kemst í ráðandi aðstöðu í lifi smá- þjóðar, útrýmir það smátt og smátt þjóðlegri menningu hennar. Því að það skyldi enginn ætla, að hin er- lenda tunga komi aðeins sem tungu- mál, hún flytur ineð sér menningu sína, ])ví að mál og menning verða ekki aðskilin, eins og ég gat um áðan. Af þessari ástæðu ættu einkum þær smáþjóðir, sem annt er um sjálfstæði sitt, að taka hugmyndinni um tilbúið alþjóðamál með skilningi og velvild. Hinn sjálfbirgingslegi eldmóður okk- ar Evrópumanna, sem höfum gengið með ])á grillu, að evrópsk menning hæfði og nægði öllum þjóðum heims- ins, hefur fengið rækilega kælingu upp á síðkastið. Við höfum orðið að gera okkur Ijóst, að vakning þjóða hlýtur fyrst og fremst að vera reist á þeirra eigin menningarerfð, sem í sumum tilvikum á sér miklu eldri sögu en okkar. Þó má finna þau svið, þar sem evrópsk menning er í raun og veru almennt viðurkennd sem alls- herjarhæf. Ég á hér við tækni og vís- indi. Engin þjóð getur talizt fullgild á heimsmælikvarða, nema hún hafi til- einkað sér þessa ávexti evrópskrar menningar. Og þar sem orðabók tækni og vísinda er fyrst og fremst af grísk- um og latneskum rótum, má segja, að tilbúið tungumál, sem orðfræðilega er sprottið úr þeim jarðvegi, bafi frum- borinn rétt til allsherjarnotkunar. Lausn heimstunguvandans er i hönduin stjórnmálamanna, en ekki málfræðinga. Esperantistar hafa sýnt með hinu fórnarríka hugsjónastarfi sínu, að tækið — málið — er tilbúið, gert á réttum forsendum. Það er hörmulegt, að þeir, sem ráða örlögum þjóðanna, hafa svo lítið sinnt þessuin málum. Árið 1886 sagði Friedrich Nietzsche þegar fyrir, að í framtíð- inni myndi nýtt mál samið, sem fyrst yrði notað í verzlunarviðskiptum og síðan hvers konar vitrænu samstarfi allra þjóða. Þetta sagði hann að væri jafn víst og að flugferðir yrðu ein- hverntíma raunveruleg staðreynd. Flugið er nú orðið hversdagslegt fyr- irbæri, en heimstungumálið býður ennþá sinnar brýnu lausnar. Svo virð- ist nú sem mennirnir muni fyrr rata gegnum geiminn til annarra hnatta en greiðustu leiðina til nágranna sinna. Ræð'a flntt 20. sept. 1959 í háskólanum í Helsinki á minningarhátíð um 100. ártíð dr. Zamenhofs, höfundar Esperantos. Próf. dr. Paavo Ravila er fyrrverandi rektor háskól- ans í Helsinki og félagi í Akademíu Finn- lands. tíaldur Ragnarsson þýddi. 222
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.