Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 81

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 81
ALÞJOÐAMAL OG ÞJOÐERNI EFTIRMÁLI ÞÝÐANDA Það, sem einkum er umhugsunar- vert í ræðu próf. Ravila fyrir okkur Islendinga, er þetta: Ef lifandi, erlent tungumál kemst í ráðandi aðstöðu í lífi smáþjóðar, útrýmir það smátt og smátt þjóðlegri menningu hennar, vegna þess að hin erlenda þjóðtunga flytur óhjákvæmilega með sér sína eigin menningu, sem með tímanum kæfir undir sér menningu smáþjóð- arinnar. Við hljótum að spyrja: Eru nokkrar forsendur nú þegar fyrir því, að þvílík raunasaga geti gerzt hér í okkar landi? Er svo komið, að ís- lenzk tunga og menning fljóti nú þeg- ar að þeim feigðarósi, sem próf. Ra- vila verður svo tíðrætt um? Við skul- um athuga það mál ofurlítið nánara. Það er öllum íslendingum ljóst, að ensk eða öllu fremur amerísk tunga og menning hefur sett og setur æ rík- ara mark á íslenzkt þjóðlíf. Ekkert er- lent mál er kennt jafn mikið og mark- visst i skólum landsins, og gengur skólamönnum vissulega ekki nema gott eitt til. Við íslendingar erum illa settir á alþjóðavettvangi með okkar Iíttþekkta mál: fáum þjóðum er meiri nauðsyn á kunnáttu í málum. Það er almenn skoðun hér, að enskuþekking sé einhver töfralykill að veröldinni, þótt tölfræðilegar staðreyndir tali hér öðru máli. (Fyrir allskömmu lét Un- esko fara fram athugun meðal vís- indamanna í 21 landi, sem leiddi í ljós, að aðeins 30% hinna aðspurðu vísindamanna kunnu ensku. Ef svo er um menntamennina, hvað þá um hina síður lærðu!) Þessar aðstæður, að viðbættum miklum óróðri fyrir auk- inni og bættri enskukennslu, hafa lagzt á eitt með að ýta undir ensku- nám hérlendis. Ekki fer hjá því, að ensk og amerísk menningaráhrif fylgja hér trútt í kjölfarið. Er ástæða til að ætla, að þau áhrif fari stöðugt vaxandi með aukinni alúð, sem lögð er við enskukennslu og enskunám í ís- lenzkum skólum. Nú er í sjálfu sér ekki nema gott eitt að segja um það að bæta kennsluaðferðir í því skyni, að árangur kennslunnar verði meiri og betri. En önnur hlið er á þessu máli, nefnilega þessi: Hve langt er hægt að ganga í þessu efni án þess að það bitni á íslenzkri menningu? Hér á aukið enskunám að vísu ekki eitt hlut að, heldur og nám í öðrum þjóð- tungum, sem einnig er rækt til muna í íslenzkum skólum. Má ef til vill rekja sífellt vaxandi skeytingarleysi um ís- lenzka menningarerfð meðal æsku- fólks til allra þeirra erlendu áhrifa, sem fylgja síauknu námi lifandi þjóð- tungna í skólum landsins? Hér er þó enskunámið þyngst á metunum, ekki sízt fyrir þá sök, hversu íslenzkt þjóð- líf gegnsýrist nú æ meir amerískum áhrifum á flestum sviðum. Stöðug dvöl amerískra hersetumanna í land- inu, látlaust flóð amerískra bóka, blaða og kvikmynda inn í landið, sí- 223
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.