Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 83

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 83
JOIIANNES UR KOTLUM Flett tveim nýjum bókum i nda þótt samtímadómar — og raunar allir dómar — séu meira eða minna skeikulir, þá finnst mér einhvernveginn að íslenzk ljóðlist standi nú í einkennilegum blóma. En jafnframt er hún stödd í tvímæla- lausum vanda. Frá öndvcrðu hefur hún ver- ið tengiþráður andlegrar menningar í þessu landi: eddur, dróttkvæði, helgidrápur, dans- ar, sálmar, rímur, stökur — allt voru þetta misjafnlega litar og fágaðar perlur á talna- bandi aldanna, þar til hinn mikli kveðskap- ur endurreisnar og frelsisbaráttu hefst á nítjándu öld og verður meginafl í þjóðfé- laginu allt fram á vora daga. En svo skeður það með heimsstyrjöldinni síðari að einskonar ragnarök dynja yfir hina frumstæðu hjarðþjóð sem ætíð hafði bjarg- að sál sinni á „ómi dýrra braga“ þegar líf hennar var í hættu. I einni svipan stendur snauður íslendingurinn í miðri hringiðu vélknúinnar veraldar sem að vísu hefur upp á marga gnótt og furðu að bjóða en er þó haldin skelfilegum sjálfsmorðsótta. Tækni- mögnuð heimsveðrin sópa æ fleiri börnum landsins úr byggð í kaupstað — hin Ijóð- rænu tákn sveitamannsins hörfa: fákur fyrir bíl, lóa fyrir þotu, guð í alheimsgeimi fyrir hnattskotum jarðarbúa. Oskiljanleg atóm- vísindi rugla allar fyrri hugmyndir almenn- ings um tilveruna. Nýríkir kotungasynir gramsa í rústum hruninnar heimsmyndar og leita bílífis í stað búsveltu feðranna. I þessum sviptingum mikilla tímamóta, þar sem „stynja dvergar fyr steindurum", byltist nú íslenzk ljóðlist: kveðskapur margra hinna yngri skálda er að miklum hluta ragnarakakveðskapur, náskyldur sjálfri Völuspá í eðli sínu, enda þótt tján- ingarmátinn sé að vonum annar. Hver tíð krefst sinnar túlkunar. Ég hef áður í þessu límariti (Um íslenzka ljóðlist, 2. h. 1959) vikið nokkuð að því — sem raunar er alkunna — hvernig skáld- inenntin var ævinlega því frjálsari sem tengslin við umheiminn voru nánari, en sneið sér á hinn bóginn því þrengri stakk sem einangrunin olli meiri kyrrstöðu. I síðastliðna liálfa aðra öld hefur hún öðrum þræði verið að leita sér aukins svigrúms, enda þótt flest skáldin hafi að einhverju leyti virt ljóðstafi og rím. En síðustu ára- tugina hefur ægiþensla heitra og kaldra stríða ekki rúmazt í skorðum bundins máls. Ragnarök aldarinnar hafa blátt áfram sprengt af sér allt mærðartimbrið um sinn. En vegna þess hve ljóðlistin á sér djúpar rætur í þjóðlífinu hefur þessi staðreynd leitt af sér ótrúlega sterka spennu milli tveggja kynslóða með gerólíka reynslu: bóndans með kvöldvökur sínar að baki og borgarbúans með sjónvarpið í aðsigi. llins- vegar veldur þróunarhraðinn því að farveg- ur þessarar spennu er mjög á reiki og það svo að jafnvel takmörk stétta og stjórnmála- skoðana virðast þar litlu ráða. Harðsnúnustu málsvarar eldri kynslóðar- innar telja að ungu skáldin séu að svíkja TÍMAIIIT MÁLS OG MENNINCAR 225 15
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.