Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Blaðsíða 87
FLETT TVEIM NÝJUM BÓKUM um eftirmælunum þar sem reynt er að gera mig „góðan". Og lýkur svo syrpunni á kvæði um fólkið í heiminum, nú síðast konuna sem menningarþjóðin frakkar er „að pynda til sagna“ með því að hleypa rajmagni á geirvörturnar vanari kossum Þriðji hlutinn ber sama heiti og bókin sjálf og inniheldur fjögur ævintýri. Það fyrsta er um kjallaraprinsessu vestur í bæ sem vinnur í fiski og karlsson sem týnir sjálfum sér á rakarastofu og er svo allt sum- arið að leita. Loks finnur hann sig eitt kvöld í skítugum tjarnarspeglinum, að því kominn að drekkja sér, og heldur nú glað- ur niður í bæ til að fá sér kaffi. Þar rekst liann á prinsessuna sína, en hún situr þá hjá Rauði nokkrum ráðgjafa og lítur ekki við honum. Annað ævintýrið er um ást smá- síldahjúa sem lenda loks í erkiengilsmaga við Ægissíðuna og berast þaðan með skólpi út í hafsauga þar sem þau öðlast nírvana og sameinast úthafssálinni. Hið þriðja er um karlsson sem kemst að þeim vísdómi að let- in sé hans mikla köllun og meður því hon- um tæmist arfur getur hann þjónað þessari hugsjón af þvílíkri kostgæfni að hann hætt- ir að nenna að éta. En er fé þrýtur er hon- um fleygt út á götuna og fyrir tilstilli álf- konu gerist hann nú eljumaður — að vísu ekki fortakslaust. Fjórða og síðasta ævin- týrið er um blaðadrenginn sem verður millj- ónamæringur, „fékk forstjóraveikina og fór úr hjartaslagi til helvítis“. Þar gerist hann „háyfiraðalpylsugerðarstjóri" djöfulsins með þeim árangri að sá gamli og árar hans éta yfir sig. Gerir nú pylsumeistari og lið hans byltingu, afnemur einræði satans og kemur á frjálsu einstaklingsframtaki í þess stað. „Hafa annálaritarar fyrir satt að síst hafi árað betur í volga staðnum eftir það.“ Lýkur þar með Milljónaævintýrinu. Það skal skýrt tekið fram að undanfar- andi efnisdrög eiga aðeins að gefa nokkra hugmynd um viðfangsefni skáldsins, en segja hinsvegar svo að segja ekkert til um vinnubrögð þess. Eins og Þorsteinn frá Hamri er ósvikinn sveitapiltur í sinni bók, þannig er Dagur Sigurðarson skilgetið barn horgarinnar í þessari — og það meira að segja enfant terrible. Einu gildir hvert formið er — saga, ljóð eða ævintýri (enda oft mjótt þar á milli í meðförum höfundar): hvarvetna glottir nakinn veruleikinn við, miskunnar- laus, móðgandi. Tungutak götustráka er stundum notað út í æsar til að ná settu marki: gera fólki hverft við, vekja það til hugsunar eða hneykslunar eftir atvikum. Kvæðið Svona vertu nú góðastelpan er gott dæmi. Þar kallar þrjózkur, tortrygginn gæi Reykjavíkur á skvísuna sína undir vor í ó- skilgreinda herferð gegn máttarvöldunum. Möguleikarnir eru ótæmandi: þau geta meðal annars „sáð illgresi í skrúðgarða bur- geisanna" ellegar „sáldrað kláðadufti yfir þingheim." Hann brýnir hana með því að bjóða upp á „ómengað portúgalskt táfýlu- vín“. Auðvitað táfýluvín! Um að gera að vera nógu svalur, kaldur, ósvífinn! Ég ef- ast um að sá skilningsvana uppreisnarandi sem einkennir nú drjúgan hluta æskulýðs- ins hafi annarstaðar verið betur túlkaður en í þessum borginmannlegu tilburðum unga mannsins gagnvart hinni útvöldu. Það er víst og satt að tilgangslaust er að leita að „hreinni lýrikk“ í þessari bók. Sá ljóðræni uggur sveitapiltsins sem einkenn- ir kvæði Þorsteins frá Hamri fyrirfinnst þar ekki. Dagur Sigurðarson eggjar sig sjálfur lögeggjan og leggur sverðinu án allra um- svifa. Bók hans er logandi ádeila á vindöld og vargöld heimsins og borgarinnar — hug- rökk tilraun vandræðabarns á atómöld til að svipta falshjúpnum af umhverfi sínu, sópa burt pestarlofti stríðsgróðahyggjunn- ar og komast inn að þeim mannlega kjarna sem dylst bak við tómlátt gerfi vonsvikinn- 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.