Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 91

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 91
UMSAGNIR UM BÆKUR í einu af fyrstu verkum sínum, „Bréfi til I,áru“, sagði hann: „Ég er gæddur Jieirri dýrmætu náðargáfu aff geta séð alvarlega hluti í broslegu ljósi.“ I’etta sambland af alvöru og skopi einkennir verk þessa rit- höfundar, en jafnframt einnkennast þau af tveim öðrum eiginleikum, sem virðast mættu andstæður — raunsæi og rómantík. Hinn kommúnistíski rithöfundur Þór- bergur Þórðarson er eindreginn andfasisti og traustur vinur Ráðstjórnarríkjanna. Árið 1933 birti hann grein á móti Hitler og fas- isma í Alþýðublaðinu. Var hann sóttur til sakar fyrir hana að kröfu þýzka konsúlats- ins og dæmdur í fjársektir. Allt frá því hann gaf út ferðabók sína frá Ráðstjórnarríkjun- um, sem hann nefndi í skopi „Rauðu hætt- una“ (1935), hefur hann unnið að því að styrkja vináttuböndin milli hinna tveggja þjóða bæði með greinum sínum og ræðum og sem varaforseti Menningartengsla fs- lands og Ráðstjórnarríkjanna. Segja má, að „í kompaníi við allífið" sé yfirlit um ævistarf bans. Bókin hjálpar oss til að skilja bókmenntastörf hans og lífs- speki. Allt frá upphafi hefur heiðarleiki og sannleiksást einkennt ritverk hans. „Fyrsta krafa til bókar á að vera sú, að hún verki sannfærandi.“ „Sjólókoff ... sagði nokkurn veginn það sama og ég hafði sagt um sann- leikann og fólkið, að fólkið mætti ekki geta gengið úr skugga um. að höfundurinn færi rangt með,“ segir Þórbergur. „Eg hef ekki skapað persónur. Eg hef lyft lifandi fólki upp á hærra svið og tekizt oftast að segja þannig frá á meira eða minna skáldlegan hátt. Það er minn skáld- skapur. Ég hef valið þessa leið. Ég hef ekki haft neinn áhuga á að „búa til“ persónur ... Ég er ein helzta persónan í öllum mín- um „skáldsögum“. Af því halda sumir, að ég sé mjög egósentrískur. En það er ekki rétt. Ég get gert þetta, af því að ég er lítið egósentrískur ... Egósentrískur maður minnist yfirleitt ekki á sjálfan sig. Ilann er helgidómur, leyndardómur, sem ekki má sýna neinum lifandi manni inn í. En ég skrifa svona um sjálfan mig, af því að ég er eina persónan undir sólinni, sem ég þykist þekkja." Svo margbreytileg eru þau málefni, sem á góma ber, að það mundi fylla heilar síður einungis að telja þau öll upp. Heppilegasta úrræðið fyrir mig verður að leitast við að gefa almenna hugmynd um bókina. Matthías Johannessen er ekki kommún- isti. Eftir því sem ráðið verður af tóninum í spurningunum hans, er hann raunveru- lega fjandsamlegur kommúnistum. Hann starfar hjá hinu borgaralega Morgunblaði og er fulltrúi þeirrar tegundar borgaralegr- ar blaðamennsku, sem Þórbergur lýsir í þessari sömu bók sem bletti á þjóðinni. Ef Þórbergur segir eitthvað jákvætt um Ráð- stjórnarríkin, þá bregzt það ekki, að Matt- hías kemur óðar með spurningu eða at- hugasemd, sem að hans áliti getur orðið til þess að setja höfundinn í bobba eða vekja efasemdir varðandi orð hans. Þórbergur skýrir þessa afstöðu, þar sem hann talar á einum stað í bókinni um á- stæðurnar fyrir því, að íslenzkir afturhalds- sinnar reyna að kveikja hatur gegn Ráð- stjómarríkjunum. „Þetta hatur er runnið frá þeim hópum manna hér á landi, sem ótt- ast, að sósíalisminn í Rússlandi breiðist út og þeir tapi gróðaaðstöðu sinni í landinu. Til þess að forðast þetta er rekinn þindar- laus hatursáróður gegn rússneskum sósíal- isma og Rússum í heild. Með því á að binda fyrir augu almennings, svo hann sjái ekki afrek sósíalismans og geri sig ánægðan með skipulag hins kapítalíska þjóðfélags.“ Oftsinnis víkur hann máli sínu að tólf mílna fiskveiðilögsögu íslands, sem Bretar neita að viðurkenna. Undir herskipavernd héldu þeir áfram að veiða í íslenzkri land- 233
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.