Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1960, Page 92
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR helgi. Hvemig má það þá vera, spyr höf- undurinn, að Bretar séu vinir okkar, en Rússar óvinir? Einn af ræðumönnunum í afmælishófi Þórbergs sagði: „I hvert sinn sem hann tek- ur sér penna í hönd, þá er það í þjónustu lífsins og sannleikans. Og einmitt þess vegna verða verk hans listaverk ... Málstaður mannkynsins í dag er sósíalismi og komm- únismi. Þeim málstað hefur Þórbergur verið trúr alla ævi ... Mikill fjöldi landa þinna lítur á þig sem kyndilbera sannleikans." Að öllu þessu sögðu er naumast þörf á að taka það fram, að höfundurinn lítur svo á, að kommúnískt heimssamfélag sé framtíð mannkynsins. Þórbergur Þórðarson hefur aðdáanlega frásagnargáfu, ágætt minni og næma kvmni- gáfu. Af þessum sökum er „I kompaníi við allífið" skemmtileg bók og heillandi aflestr- ar. Vér höfum skilgreint stíl Þórbergs sem sambland af raunsæi og rómantík, alvöru og skopi. Það gæti vakið þá hugmynd, að hann væri „íslenzkur Heine“ eða „íslenzkur Shaw“. Nei, Þórbergur Þórðarson er alger- lega sérstæður rithöfundur og verður ekki líkt við neinn annan, jafnvel þó að fyrirvar- inn „íslenzkur“ fylgi með. Eitt athyglisvert atriði enn. Þórbergur minnist oft í samtölum sínum á spíritisma. Áhugi hans á þessu efni kann að standa í sambandi við tilhneigingu hans til að rísa gegn öllum stirðnuðum kennisetningum og áhuga hans yfirleitt á líttkönnuðum fyrir- bærum. Eða kannski stafar hann af dálæti hans á þverstæðum, eða kannski er það bara ein sérvizka hans, af sama toga og það, þegar hann neitar að aka í bíl eða fara í lyftu eða nota ritvél. Þó að aldur færist nú yfir Þórberg, er hann samt enn afkastamikill rithöfundur. Ilann hefur á síðustu árum gefið út nokkur bindi af sjálfsævisögu í skáldsöguformi, sem hlotið hefur verðskuldaðar vinsældir. Hann segir um sjálfan sig, að sig hafi aldrei langað til að verða neitt sérstakt, og hafi hann orðið eitthvað, sé það einskær til- viljun. Um það má deila. Það er ekki af til- viljun, að Þórbergur varð víðlesinn og ást- sæll rithöfundur. Frægð hans er afleiðing af falslausri þjónustu hans við sannleikann. V. Berkov. (Þýtt úr sovézka tímaritinu Nýir tímar.) íslenzk fornrit, XIV. bindi. Kjalnesinga saga. Jökuls þáttr Búasonar. Víglundar saga. Króka-Refs saga. Þórðar saga hreðu. Finnboga saga. Gunnars saga Keldugnúpsfífls. Jóhannes Halldórsson gaf út. Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík 1959. rið 1756 var eitthvert hið merkasta í sögu íslenzkrar fornritaútgáfu. Það ár komu út norður á Hólum í Hjaltadal tvö bindi af fomsögum, og kölluðust bindin: Agœtar fornmannasögur og Nokkrir marg- fróðir söguþœttir. Um það bil tuttugu áram áður hafði Danakonungur lagt blátt bann við lestri íslenzkra fomsagna, og lágu við því þung viðurlög, ef út af var brugðið. Prestum var ætlað það smánarlega hlutverk að fylgjast með því, að lestri fornsagna væri hætt á íslenzkum heimilum. En íslenzkri prestastétt skal það sagt til hróss, að hún mun lítt hafa sinnt þessari undarlegu fyrir- skipun, og sagnalestur hélt áfram að vera vinsælasta skemmtun þjóðarinnar enn um skeið. Tilskipanir Danakonungs virðast því hafa haft lítil áhrif. Hér eins og oft í við- skiptum Dana og íslendinga kemur bert í ljós sá reginmunur, sem var á menningu 234
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.