Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 7
ÍSLAND, NORÐURLÖND OG EVRÓPA
skipað sér í flokka í innanlandserjum eftir geðþótta á jafn-sjálfsagðan hátt og
væru þeir heima hjá sér. Einkanlega virðast eyjarnar í vestri (Hjaltland,
Orkneyjar, Suðureyjar), sem byggðar voru norrænum mönnum, hafa verið
eins konar eðlilegt framhald af íslandi, eða öfugt, ef menn vilja svo vera láta.
Lesefni íslendinga virðist framan af að mestu leyti hafa verið enskar bækur
bæði á latínu og engilsaxnesku. Að minnsta kosti vitnar Ari fróði og höfund-
ur Landnámu einkum í enska höfunda og skírskotar til enskra lærdómsmanna,
meðal annars um tímatal. Stafróf okkar virðist og vera til orðið við engil-
saxnesk áhrif. Eðlileg samskipti við enska menningu fóru þó að sjálfsögðu
að verða erfiðari eftir hernám Normanna.
Norðurlönd urðu aftur á móti ófær um að vera annað heimkynni okkar
vegna þeirrar flóðbylgju suðrænna áhrifa sem skall yfir á 14. öld, þegar nor-
rænt mál var í rauninni á ævi einnar kynslóðar hrakið úr heimalöndum sínum
af lágþýzkunni, ekki með erlendu hernámi, heldur sökum þvílíks menningar-
legs stefnuleysis að leitun er á öðru eins í veraldarsögunni. Það er merkilegt
að sjá þessa hrunkenndu hnignun verða á Norðurlöndum samtímis því að
klassískar bókmenntir á norrænni tungu rísa hæst á íslandi með ritun fslend-
ingasagna.
Það var því líkast að Norðurlönd syðst sem nyrzt hefðu fengið heilablóðfall.
Þau höfðu ekki aðeins misst mál sitt heldur einnig minnið: allt sem áhuga
mátti kalla á norrænum uppruna var allt í einu horfið úr hugum Norðurlanda-
búa. Að þrjú hundruð árum liðnum rumskar þessi sljói sjúklingur loksins af
tilviljun í stól sínum við ávæning af orðrómi um „antikvítet“, og spyr fána-
lega hvort eitthvað sé hæft í því að til væru íslenzkar bækur sem rakið gætu
ætt hans aftur til jötna. Orðrómurinn átti rót sína að rekja til gamals íslend-
ings sem lét prenta bækur á latínu í Hamborg og Amsterdam.
Fram að upphafi 17. aldar fara tengsl æðri menningar milli íslands og
Evrópu stöðugt fram hjá Norðurlöndum. Þeir námsmenn okkar sem ekki urðu
að láta sér duga lærdóm í íslenzkum latínuskólum voru sendir til Englands,
Hollands og Þýzkalands. Þessi siður hélzt þrátt fyrir að ísland var orðið
danskt skattland að nafninu til. Hann stóð enn um skeið eftir siðaskiptin, sem
reyndar þýddu ekki annað hjá okkur en eflingu danska konungsvaldsins.
Ekki fyrr en með stofnun dönsku einokunarverzlunarinnar á fslandi (1602)
var af gjaldeyrisástæðum skotið loku fyrir menningarsamskipti milli íslands
og menningarumhverfis okkar í Evrópu.
Meira en fimm alda gömul menningarþjóðleið okkar til Rómaborgar hafði
277