Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 43
SKÓGRÆKT ----- NÝR ÞÁTTUR í RÆKTUN ÍSLANDS
sem nefndur er Guttormslundur (eftir Guttormi Pálssyni skógarverði; fyrir
hans framtak varð lundurinn til). Mælingin er frá vorinu 1962:
Aldur 24 ár.
Meðalhæð 8,9 m.
Meðalþvermál 12,9 cm.
Standandi viðarmagn 92,0 m3/ha.
Viðarmagn grisjana alls 60,5 m3/ha.
Heildarvöxtur í 24 ár 152,5 m3/ha.
Meðalvöxtur á ári og ha 6,4 m3.
Núverandi árlegur vöxtur á ha 13,0 m3.
í hluta af teignum, þar sem jarðvegur er allmiklu betri en þar, sem þessi '
mæling var gerð, reyndist meðalhæðin hvorki meira né minna en 9,7 m.
Hvar sem er um norðanverða Skandinavíu myndi þessi vöxtur þykja góður,
jafnvel ágætur. Hann er langtum meiri en við þorðum að vona að óreyndu.
Arið 1952 var reynt að gera spá um hugsanlegan vöxt á lerki á Hallormsstað
á grundvelli nokkurra þyrpinga af lerki, er þar voru gróðursettar 1922. Sam-
kvæmt henni var vöxturinn við 24 ára aldur ekki nema 53% af því, sem hann
hefur reynzt í Guttormslundi.
í Noregi norðan Þrændalaga, sem við berum okkur gjarnan saman við um
trjávöxt, eru mildir skógar, sem standa undir þýðingarmiklum atvinnuvegi.
Geysimikið fé er þar fest árlega í gróðursetningu nýrra skóga, þar sem annað
hvort lélegir eða engir voru fyrir.
Á Hallormsstað eigum við nú um 30 ha af lerkiskógi sömu tegundar og í
Guttormslundi vex. Reyndar er hann allur gróðursettur eftir 1950, en honum
fer líkt fram og lerkinu í Guttormslundi á sama aldri. Trúað gæti ég, að eftir
10 ár verði stærð lerkiskógarins á Hallormsstað farin að nálgast 100 ha mark-
ið mjög.
Hugsum okkur, að allur þessi lerkiskógur, 30 ha, væri orðinn 25 ára, þá
myndi hann við þann aldur skila árlegu viðarmagni, er næmi um 400 tenings-
metrum. Ef þessir 400 m3 væru timburskógur, hæfur til flettingar í borð og
planka, fengjust úr þeim um 50 standarðar af borðviði. Utsöluverð á 1 stand-
arði af venjulegum mótaviði er nú um 16.000 kr., alls 800.000 kr. Með þessu
mundi hver ha, þegar vöxturinn er mestur skila í þjóðarbúið yfir 26.000 kr.
Ég tek fram, að dæmið er tilbúið. Það er aðeins sett fram til þess, að al-
mennur lesandi geti tengt þetta viðarmagn við eitthvert raunhæft verðmæti.
Þetta eina dæmi læt ég nægja um viðarvöxt í íslenzkum plöntuteig. Það
313