Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 137

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 137
SAGNASKEMMTUN OG UPPHAF ISL. BOKMENNTA ur sjálfur saman setta.“ Heimildagildi þess- arar frásagnar er að nokkru bundið því, hvenær hún er skrásett. Um það mál hafa verið mjög skiptar skoðanir, og hafa ýmsir talið, að klausan um sagnaskemmtunina sé að einhverju eða öllu leyti innskot í sög- una. Peter G. Foote tók það mál til með- ferðar í ritgerð í Saga-Book (XIV, 226— 239): Sagnaskemmtan: Reykhólar 1119. Þar færir hann rök fyrir því, að sagna- skemmtunarkaflinn muni upphaflegur í sögunni. Þessi ritgerð varð einkum til þess, að Hermann ritaði bók sína, en skoðanir þeirra á söguflutningnum á Reykhólum og aldri Þorgils sögu og Hafliða eru allskiptar. Hermann segir einfaldlega, að sagan muni vera samin seint á 12. öld, þótt sumt mæli gegn því í sögunni sjálfri. Hingað til hafa mér vitanlega allir, sem um þetta mál hafa fjallað, látið sér nægja orðanna hljóðan. Þeir félagar Hrólfur og Ingimundur sögðu mönnum til skemmtun- ar sögur, sem þeir höfðu sjálfir samið, en lásu þær ekki upp af bókum. Jón Helgason segir í bókmenntasögu sinni, að þessi frá- sögn Þorgils sögu sé sérstaklega athyglis- verð. „Hér rekumst við á höfund (þ. e. Ilrólf af Skálmamesi), sem setur saman sögu, áður en menn voru teknir að skrifa sögur. Einhver hlýtur að liafa lært þessa munnlegu sögu, úr því að hún var sögð í Noregi einum 60 ámm síðar“ (J. H.: Nor- rön Litteraturhistorie, Kh. 1934, 114, gr. 139). Ollum ber saman um, að sögur þær, sem sagðar voru í Reykhólabrúðkaupinu, teljast til þeirrar bókmenntagreinar, sem nefnist fornaldarsögur. Um aldur ritaðra fornaldarsagna segir Jón, að það sé varla ástæða til þess að ætla, að nein þeirra hafi verið skráð fyrir 1250, en margar og e. t. v. flestar séu frá 14. öld (sama r. 195). Sig- urður Nordal segir, að skráðar fomaldar- sögur verði eigi raktar lengra aftur en til miðrar 13. aldar, þótt þær eigi sér langa forsögu sem inunnlegar frásagnir (N. K. VIII b, 1953, 228). Þetta mál er þó ekki jafneinfalt og Jón og Sigurður vilja vera láta. Hermann Pálsson segir hins vegar: „Þeir fræðimenn (Jón, Nordal o. fl.), sem hins vegar telja, að Hrómundar saga Grips- sonar eftir Hrólf hafi verið flutt órituð í Reykhólabrúðkaupinu, hljóta að trúa því, að slíkar sögur hafi verið teknar saman af tilteknum mönnum og síðan lagðar lítt eða óbreyttar á minnið, unz þær voru færðar í letur, því að einsætt er, að Hrómundar saga sú, er Sverri konungi var skemmt, er eftir Hrólf sjálfan. Slík skoðun á ferli sagna brýtur ekki einungis í bág við eðli ritaðra sagna, hún er einnig illa samrýmanleg við þekkt lögmál munnlegrar sagnalistar. Sag- an, sem Ilrólfur setti saman, hefur verið allfrábrugðin þeim efnivið, sem honum var tiltækur, og af þeirri ástæðu kallar höfund- ur Þorgils sögu og Hafliða hana lygisögu og varar menn við að trúa á hana. í munn- legri sagnalist og arfsögnum er áherzla ætíð lögð á að breyta sem minnstu, en Hrólfur hefur hins vegar farið frjálslega með efni. Hrómundar saga Gripssonar eftir Hrólf var að vísu lygisaga, en hún var skemmtileg, enda var slíkt upphaflegur tilgangur henn- ar. Svo sjálfsagt sem það var að nota hana til dægrastyttingar, var hitt mesta fásinna að treysta sannfræðilegu gildi hennar" (54 —55). Hér hefur Hermann nokkur lög að mæla, en þcir Jón Helgason hafa einnig eitthvað til síns máls. Það kann að vera leiðinlegt og jafnvel óþægilegt að vera ekki fyrsti fræði- maðurinn í veröldinni, en hún er oft þrjózk og stríðin. Hermanni er öldungis óþarft að bollaleggja um skoðanir fræðimanna á því, að höfundar hafi sett saman sögur, áður en þeir lærðu að rita, því að Jón Helgason segir það m. a. berum orðum í bókmennta- sögu sinni og grundvallar þá skoðun á ákveðnum staðreyndum. Grundvöllur bók- 407
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.