Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 108
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
orðinn stærri en meðal fjölskyldufyrirtæki. í heiminum eru tvær fjölskyldur
og nokkrir krakkaleppar. Mér er alveg sama hvar fólk stendur í stjómmálum,
en ég vil bara ekki að það berist til forstjórans að ég leyfi slíkt í vinnutíman-
um. Ég er og hef alltaf verið óánægður með ýmislegt sem forgörðum fer, en
ég læt það bara ekki uppi. Maður á ekki að vera með stælur og reyna að
troða sínum skoðunum upp á aðra. Það er mín kenning, að það sé bara til að
gera illt verra.
Það er fína veðrið í dag.
Alveg einmunablíða. Jörðin er bara farin að grænka. Það er svo sem auð-
séð á öllu að nú er vorið að koma, loksins.
Ætli þeir hafi verið að fiska, vitið þið það hinir?
Ég hlustaði á þá á bátabylgjunni um hádegið, eittbvað var það lítið, sögðu
þeir. Fjögur eða fimm tonn hjá flestum þeirra. En þeir láta alltaf þannig. Svo
koma þeir kannske að með tuttugu tonn.
Er bann alltaf að versna með þetta?
Uss! Hann er béma á ganginum.
Ætli það. Þetta fer nú að minnka hjá þeim, komið að lokum og allur fiskur
sjálfsagt að fara vestureftir.
Ég bef þá uppástungu, að þeir ættu að strengja eitt helvítastórt net milli
Eldeyjar og lands og svo þaðan og út að Geirfuglaskeri, og ausa síðan upp
öllum belvítis fiskinum í eitt skipti fyrir öll. Króa hann inni.
Þegi þú, spekingur. Ætli fiskurinn gæti ekki tekið á sig krók og synt fyrir
það og út í haf?
Nei, ég er bræddur um að einhver verði auralaus í sumar.
Ég held þú þurfir ekki að kvarta úr því þið vinnið bæði úti, og alltaf hækk-
ar í bókinni.
Bókinni?
Já, alltaf hækkar í bókinni, sagði hann. Það er munur eða þeir sem enga
bókina eiga.
Svona er að vera innundir hjá verkstjóranum og vera látinn sitja fyrir eftir-
vinnunni.
Ætli ég bafi fengið meiri eftirvinnu en hinir, er ekki verið að deila henni
á mannskapinn?
Ætli það sé nú meira en bara í dag, þegar svona stendur á, ha? Ætli úrvals-
liðið sitji ekki svo að sínu?
Mín skoðun er — að þeir eigi aurana, sem vilji halda í þá, segi ég, og ekki
eru með óráðsíu og allt of mikið bruðl við skrokkinn á sér.
378