Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 86

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Sennilega hafði Bjarni Magnússon vanið sig á að vinna eins og hamhleypa í smáskorpum, en hvílast á milli. Eg komst fljótt að því, að hann gerði hlé á embættisstörfum á hverjum morgni eftir örstutta — ja hrotu, býst ég við. Hann brá sér þá á Hótel ísland (og þegar það var brunnið á Hótel Borg) til þess að drekka molasopa, reykja vindil og rabba við nokkra kunningja sína, skrafhreifa góðborgara og virðingamenn, sem ræddu nýjustu fréttir og báru saman bækur sínar um stjórnmál, fjármál, viðskiftamál, hneykslismál og jafn- vel menningarmál, svo sem dagskrá útvarpsins eða þjóðlegan fróðleik. Bjarni Magnússon virtist njóta vinsælda í þessum félagsskap. Hann dreypti á kaffinu, reykti, hummaði, tók hvorki þátt í deilum né rökræðum, en laumaði stundum út úr sér athugasemdum, skrýtlum og orðaleikjum, sem vöktu mikla kátínu. Eftir drjúga setu, einatt í þrjá stundarfjórðunga, kallaði skyldan hann til starfa, rjóðan og hressan, prýðilega búinn undir ábyrgðarfulla athöfn, nýja skorpu. Rétt áður en dómkirkjuklukkan sló á hádegi, kom hann svo út úr skrifstofu þess Opinbera og gekk heim til sín. Hann borðaði í ró og næði, las Morgunblaðið með kaffinu á eftir matnum, lofaði fæðunni að sjatna og fór sér ekkert óðslega á leiðinni niður í bæinn, enda nálgaðist hann sjaldan Aust- urstræti og skrifstofu þess Opinbera fyrr en jöfnubáðu hádegis og nóns. Um nón drakk hann að sjálfsögðu miðdegiskaffi, venjulega á Hótel Borg, og rabb- aði við kunningja sína, unz hann var aftur kominn í vinnuskap. Þegar lásar smullu á skrifstofu þess Opinbera klukkan fimm, tók enn við ganga vestur á Ásvallagötu, þar sem Bjarni Magnússon lét fallast í djúpan hægindastól og naut þess að hvílast eftir erfiði dagsins. Stundum leit hann í bók og stundum virtist hann dotta í stólnum, en mölflugum varð samt hált á því að koma nálægt honum. Hann var snillingur að slæma út hendinni og drepa þessi skaðræðis- kvikindi, sem frú Kamillu tókst ekki að útrýma, hvaða brögðum sem hún beitti. Ég rak víst upp stór augu, þegar ég varð þess áskynja að Blysfari, eða rétt- ara sagt húsbóndi minn, hafði óholl áhrif á embættisrekstur Bjarna Magnús- sonar. Hm, hm, þakka yður fyrir Páll, fáið yður sæti, sagði hann einn laugardag á vori og benti mér á hægindastól, stakk á sig herbergisleigunni án þess að líta á seðlana, bar til mín útskorinn stokk með vindlum, sígarettum og eld- spýtum, bauð mér að reykja og sé þvínæst ofan í stólinn andspænis mér. Það dró frá sólu og geislafleygar léku snöggvast um kyrrláta stofuna, rík- 356
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.