Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
takmarkaðs fjölda þess fólks sem ráðið er til að vinna með slíkum tækjum,
mun láta nærri að skórinn kreppi óvíða tilfinnanlega að í þessu efni. Ollu al-
varlegri en tækjaskortur er vöntun á vísinda- og tæknibókmenntum og ófull-
komið skipulag á sviði bókasafna. Vísindasjóður, sem efldist mikið á síðasta
ári, veitir þegar nokkurt fé til tækjakaupa, og er sú aðstoð eflaust mikilvæg.
Skortur á starfsfé hefur verulega háð ýmsum greinum íslenzkrar vísinda-
starfsemi, og æ meir hin síðustu ár.
Alyktunarorð þessa kafla gætu hljóðað á þessa leið: Starfsskilyrði raun-
vísinda á íslandi hafa farið batnandi síðustu tvo áratugina að því er varðar
húsrými og tæki, og skilyrði eru nú ágæt á sumum sviðum, en sæmileg eða
nokkurnveginn viðunandi á öðrum. Starfsfé er víðast hvar af skornum
skammti, en sumsstaðar allt of lítið. Hefur ástandið í þessu efni farið versn-
andi jafnt og þétt undanfarin ár.
5. ASstaða til þjáljunar verðandi visindamanna
ísland hefur nú á að skipa álitlegum hópi vel menntaðra vísindamanna. Þó
eru ýms skörð ófyllt, m. a. vegna þess að eigi minna en einn fjórði hluti nú-
lifandi íslenzkra raunvísindamanna starfar nú erlendis. Skilyrði til framhalds-
náms á sviðum vísinda hafa hinsvegar aldrei verið jafn góð og nú. Veldur
tilkoma Vísindasjóðs hér miklu um, en þar við bætast erlendir námsstyrkir er
fer smám saman fjölgandi. Naumast verður sett saman greinarkorn um íslenzk
nútímavísindi án þess að Vísindasjóðs sé sérstaklega getið. Stofnun hans er
án efa einn allra merkasti áfanginn á braut íslenzkra vísinda til þessa. Með
stofnun sjóðsins hefur þjóðfélagið sýnt virkan skilning á mikilvægi þess að
ungir menn fái tækifæri til að afla sér sem beztrar sérmenntunar, og að styrkja
beri viðleitni þeirra til vísindastarfa. Áhrifa sjóðsins gætir nú þegar allmikið,
en framtíðin mun þó einkum sanna hina veigamiklu þjónustu hans við íslenzk-
an þjóðarbúskap og þjóðmenningu.
Þrátt fyrir þrengsli og kennaraskort brautskrá menntaskólarnir með hverju
ári fleiri og fleiri stúdenta, og margir þeirra leggja út á braut vísinda og
tækni, þótt atvinnuhorfur í þessum greinum í landi voru séu ekki glæsilegar í
svipinn. Þjóðfélagið hefur um alllangt skeið veitt nokkra námsstyrki, er gera
ýmsum stúdentum kleift að leggja á menntabrautina. Lánastarfsemi hefur og
verið rekin í þessu skyni um nokkurt skeið. Það má telja gleðilegt, og gefur
tilefni til nokkurrar bjartsýni, að talsverður nýgræðingur á vettvangi vísinda
og tækni skýtur rótum á íslandi ár hvert, og þjóðfélagið á skilið viðurkenn-
ingu fyrir þá viðleitni sína að skýla og hlynna að þessum nýgræðingi á vaxtar-
302