Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 79
ÓLAFUR JÓH. SIGURÐSSON
Traustir skulu homsteinar
Sögukafli
Mannaþefur í helli mínum, eða öllu heldur ilmur og reykur, einhver hefur
farið inn í ólæst herbergið og skilið eftir kraminn sigarettustubb í ösku-
dallinum, rauðan af varalit ...
Svo var nú það.
Ég er hamingjusamur maður, kvæntur yndislegri konu, sem á trúnað minn
allan, en þó mundi ég varla hafa tekið á mig dálítinn krók í gær til þess að
eiga leið framhjá húsi Bjarna Magnússonar skrifstofustjóra, hefði ég ekki
verið einn á ferð. Ég stillti mig um að doka við á götunni fyrir framan húsið,
en gekk mjög hægt og skotraði á það augunum í sífellu. Það var eins og ímynd
hreinleikans, komið í nýjan búning, orðið skínandi bjart yfirlitum. Hjónin
höfðu látið penta steinsteypta veggina hvítgula utan, skrifstofustjórinn fallizt
um síðir á tillögu konu sinnar, frú Kamillu Jóhannsdóttur, sem hreyfði þessu
máli í minni áheyrn haustið 1948, þegar hugsjónamaður nokkur hafði birt
greinar í Blysfara og Morgunblaðinu um fegrun bæjarins. Flunkuný bifreið
glóði eins og skartgripur fyrir framan húsið, hálf uppi á gangstéttinni. Mér
þótti sennilegast að farartæki þetta væri séreign frú Kamillu, rétt eins og
sévróletinn, sem hún keypti einn góðan veðurdag að styrjaldarlokum.
Ég gekk sem sé mjög hægt á fornum slóðum, skotraði augunum á ímynd
hreinleikans og sagði við sjálfan mig, að inn í þetta hús hefði ég borið dót
mitt í maí 1940 og flutzt þaðan rúmum mánuði eftir að glæpur minn komst
í hámæli. Ég sagði við sjálfan mig, að þarna hefði ég búið árum saman í
fyrirtaks herbergi, allt að þvi stofu, leiðrétt prófarkir á síðkvöldum, snúið
sögum úr dönsku og ensku fyrir Blysfara, lesið nýjar bækur, hlustað á tónlist,
horft á bjarkir og reyniviðarhríslur laufgast og blikna, hugsað um mannlíf,
blómlíf og trjálif á þessu hnattkorni í geimnum. Fólkið í húsinu — auðvitað
fór ekki hjá því, þegar fram liðu stundir, að ég kæmist í nokkur kynni við
fjölskyldu Bjarna Magnússonar og siðvenjur hennar. Þessi kynni lutu ákveðn-
um kurteisisreglum, svo sem ströngum þéringum, en urðu þó að sumu leyti
349