Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Að svo mæltu brosti frú Kamilla og bauð mér upp á molasopa og sígarettu.
Um níu ára skeið lét hún aldrei undir höfuð leggjast að bjóða mér einhverja
hressingu jafnskjótt og hún var búin að gera mér kunnugt, að nú sæu þau sér
ekki annað fært en hækka leiguna svolítið, í samræmi við herbergisleigu hjá
sanngjörnu fólki í næsta húsi og verðlag yfirleitt, þessa hraðvaxandi dýrtíð.
Sum árin taldi frú Kamilla óhjákvæmilegt að skýra mér frá slíkum leiðrétt-
ingum vor og haust. Satt að segja fannst mér hún ævinlega vera kippkorn á
undan dýrtíðinni, en nennti þó ekki að fara að svipast eftir herbergi annars-
staðar, enda ekla orðin á húsnæði í Reykjavík og vandfundnir þeir sérvitring-
ar, sem reyndu ekki að hafa eins mikið upp úr eignum sínum og þeir framast
gátu. Mér er nær að halda að frú Kamilla hafi ósjaldan látið hjá líða að bera
fyrirhugaðar leiðréttingar undir bónda sinn, því að stundum rak hann upp
stór augu og stundum brá fyrir kynlegum eymslasvip á andliti honum, þegar
hún sagði ósköp blátt áfram, að hér væri nú blaðamaðurinn kominn til að
borga leiguna, en nefndi síðan fyrir fróðleiks sakir hina nýju tölu, eins og
henni þætti viðbúið að annarhvor okkar hefði sett hana slælega á sig, eða
kannski báðir. Einhvernveginn grunar mig líka að frú Kamilla hafi ekki gert
það að ráði bónda síns, velmetins embættismanns, skrifstofustjóra hjá því
Opinbera, að færa skattskýrsluna mína í tal við mig, — hvort hugsazt gæti að
mér yrði á nokkurn hátt bagalegt að telja ekki fram nema þriðjung þeirrar
leigu, sem ég greiddi fyrir herbergið? Hún kvartaði svo sáran undan útsvari
og sköttum þeirra hjóna, að ég hafði varla lyst á kaffinu og marmarakökunni.
Mér fannst ég vera að éta fátæklinga út á gaddinn.
Frú Kamilla átti víst löngum við nokkrar áhyggjur að stríða, eins og títt
er um hagsýnt, stjórnsamt og duglegt fólk. Þegar hún þurfti að ráða til sín
nýja vinnukonu, bar hún kvíðboga fyrir því, að nú fengi hún ekki stúlku við
sitt hæfi. Þegar vinnukonan var komin, vofði sá háski yfir sex daga vikunnar,
að stúlkan hætti að keppast við og sæti jafnvel auðum höndum, ef af henni
væri litið. Þegar gigtin svonefnda hljóp í bónda hennar án þess að gera boð
á undan sér, án þess að vera afleiðing nokkurrar lögmætrar áreynslu, svo sem
stórhátíðar eða veizlu, þá mátti hún ekki til þess hugsa að grannar og vinir
kæmust á snoðir um eðli krankleikans. Þó held ég að langoftast hafi fjármál
dulizt bak við áhyggj usvipinn á frú Kamillu, beinharðir peningar, heilabrot
um tiltækileg ráð til að græða fé eins og þessi eða hinn, áköf löngun til að
margfalda eigur þeirra hjóna og um leið virðingu fjölskyldunnar. Hún var
kona metnaðargjöm á sinn hátt og óttaðist sífellt undir niðri, að þau væru
að dragast aftur úr öðrum, fara á mis við einhver stundleg gæði, missa af
352