Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 82

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Síða 82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Að svo mæltu brosti frú Kamilla og bauð mér upp á molasopa og sígarettu. Um níu ára skeið lét hún aldrei undir höfuð leggjast að bjóða mér einhverja hressingu jafnskjótt og hún var búin að gera mér kunnugt, að nú sæu þau sér ekki annað fært en hækka leiguna svolítið, í samræmi við herbergisleigu hjá sanngjörnu fólki í næsta húsi og verðlag yfirleitt, þessa hraðvaxandi dýrtíð. Sum árin taldi frú Kamilla óhjákvæmilegt að skýra mér frá slíkum leiðrétt- ingum vor og haust. Satt að segja fannst mér hún ævinlega vera kippkorn á undan dýrtíðinni, en nennti þó ekki að fara að svipast eftir herbergi annars- staðar, enda ekla orðin á húsnæði í Reykjavík og vandfundnir þeir sérvitring- ar, sem reyndu ekki að hafa eins mikið upp úr eignum sínum og þeir framast gátu. Mér er nær að halda að frú Kamilla hafi ósjaldan látið hjá líða að bera fyrirhugaðar leiðréttingar undir bónda sinn, því að stundum rak hann upp stór augu og stundum brá fyrir kynlegum eymslasvip á andliti honum, þegar hún sagði ósköp blátt áfram, að hér væri nú blaðamaðurinn kominn til að borga leiguna, en nefndi síðan fyrir fróðleiks sakir hina nýju tölu, eins og henni þætti viðbúið að annarhvor okkar hefði sett hana slælega á sig, eða kannski báðir. Einhvernveginn grunar mig líka að frú Kamilla hafi ekki gert það að ráði bónda síns, velmetins embættismanns, skrifstofustjóra hjá því Opinbera, að færa skattskýrsluna mína í tal við mig, — hvort hugsazt gæti að mér yrði á nokkurn hátt bagalegt að telja ekki fram nema þriðjung þeirrar leigu, sem ég greiddi fyrir herbergið? Hún kvartaði svo sáran undan útsvari og sköttum þeirra hjóna, að ég hafði varla lyst á kaffinu og marmarakökunni. Mér fannst ég vera að éta fátæklinga út á gaddinn. Frú Kamilla átti víst löngum við nokkrar áhyggjur að stríða, eins og títt er um hagsýnt, stjórnsamt og duglegt fólk. Þegar hún þurfti að ráða til sín nýja vinnukonu, bar hún kvíðboga fyrir því, að nú fengi hún ekki stúlku við sitt hæfi. Þegar vinnukonan var komin, vofði sá háski yfir sex daga vikunnar, að stúlkan hætti að keppast við og sæti jafnvel auðum höndum, ef af henni væri litið. Þegar gigtin svonefnda hljóp í bónda hennar án þess að gera boð á undan sér, án þess að vera afleiðing nokkurrar lögmætrar áreynslu, svo sem stórhátíðar eða veizlu, þá mátti hún ekki til þess hugsa að grannar og vinir kæmust á snoðir um eðli krankleikans. Þó held ég að langoftast hafi fjármál dulizt bak við áhyggj usvipinn á frú Kamillu, beinharðir peningar, heilabrot um tiltækileg ráð til að græða fé eins og þessi eða hinn, áköf löngun til að margfalda eigur þeirra hjóna og um leið virðingu fjölskyldunnar. Hún var kona metnaðargjöm á sinn hátt og óttaðist sífellt undir niðri, að þau væru að dragast aftur úr öðrum, fara á mis við einhver stundleg gæði, missa af 352
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.