Tímarit Máls og menningar - 01.12.1962, Blaðsíða 86
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Sennilega hafði Bjarni Magnússon vanið sig á að vinna eins og hamhleypa
í smáskorpum, en hvílast á milli. Eg komst fljótt að því, að hann gerði hlé á
embættisstörfum á hverjum morgni eftir örstutta — ja hrotu, býst ég við.
Hann brá sér þá á Hótel ísland (og þegar það var brunnið á Hótel Borg) til
þess að drekka molasopa, reykja vindil og rabba við nokkra kunningja sína,
skrafhreifa góðborgara og virðingamenn, sem ræddu nýjustu fréttir og báru
saman bækur sínar um stjórnmál, fjármál, viðskiftamál, hneykslismál og jafn-
vel menningarmál, svo sem dagskrá útvarpsins eða þjóðlegan fróðleik. Bjarni
Magnússon virtist njóta vinsælda í þessum félagsskap. Hann dreypti á kaffinu,
reykti, hummaði, tók hvorki þátt í deilum né rökræðum, en laumaði stundum
út úr sér athugasemdum, skrýtlum og orðaleikjum, sem vöktu mikla kátínu.
Eftir drjúga setu, einatt í þrjá stundarfjórðunga, kallaði skyldan hann til
starfa, rjóðan og hressan, prýðilega búinn undir ábyrgðarfulla athöfn, nýja
skorpu. Rétt áður en dómkirkjuklukkan sló á hádegi, kom hann svo út úr
skrifstofu þess Opinbera og gekk heim til sín. Hann borðaði í ró og næði, las
Morgunblaðið með kaffinu á eftir matnum, lofaði fæðunni að sjatna og fór
sér ekkert óðslega á leiðinni niður í bæinn, enda nálgaðist hann sjaldan Aust-
urstræti og skrifstofu þess Opinbera fyrr en jöfnubáðu hádegis og nóns. Um
nón drakk hann að sjálfsögðu miðdegiskaffi, venjulega á Hótel Borg, og rabb-
aði við kunningja sína, unz hann var aftur kominn í vinnuskap. Þegar lásar
smullu á skrifstofu þess Opinbera klukkan fimm, tók enn við ganga vestur á
Ásvallagötu, þar sem Bjarni Magnússon lét fallast í djúpan hægindastól og
naut þess að hvílast eftir erfiði dagsins. Stundum leit hann í bók og stundum
virtist hann dotta í stólnum, en mölflugum varð samt hált á því að koma nálægt
honum. Hann var snillingur að slæma út hendinni og drepa þessi skaðræðis-
kvikindi, sem frú Kamillu tókst ekki að útrýma, hvaða brögðum sem hún
beitti.
Ég rak víst upp stór augu, þegar ég varð þess áskynja að Blysfari, eða rétt-
ara sagt húsbóndi minn, hafði óholl áhrif á embættisrekstur Bjarna Magnús-
sonar.
Hm, hm, þakka yður fyrir Páll, fáið yður sæti, sagði hann einn laugardag
á vori og benti mér á hægindastól, stakk á sig herbergisleigunni án þess að
líta á seðlana, bar til mín útskorinn stokk með vindlum, sígarettum og eld-
spýtum, bauð mér að reykja og sé þvínæst ofan í stólinn andspænis mér.
Það dró frá sólu og geislafleygar léku snöggvast um kyrrláta stofuna, rík-
356