Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 10

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 10
Tímarit Máls og menningar skap; trú Kristins á almenning varð sér ekki til skammar. En auðvitað var ætlun Kristins og félaga hans ekki eingöngu eða framar öllu að gefa út ó- dýrar bækur; þeir hugsuðu hærra, eða eins og Kristinn orðaði það aldar- fjórðungi síðar: „Með útgáfu á ódýrum bókum vildum við brjóta niður múrinn milli skálda og alþýðu og fá stóran lesendahóp, ekki í neinu samúðar- skyni við almenning, heldur til að vekja hann af svefni, flytja honum nýjar skoðanir, nýjan skáldskap, kveikja hugsjónir í brjósti hans. Við ætluðum að gerbreyta þjóðfélaginu, ryðja braut nýjum hugmyndum, nýjum þjóð- félagsháttum og nýrri bókmenntastefnu, skapa víðari sjóndeildarhring, glæða frelsisþrá alþýðu, gera þjóðina frjálsa. Og við trúðum á mátt skáldskaparins og á mátt hugsjónarinnar, sem er hjartsláttur hans.“ Þessi bjartsýnu áform voru fullkomlega í anda þeirra hugsjóna sem Krist- inn hafði gert að sínum og voru meginstefna félaga hans á þessum árum. Þar sameinaðist alþjóðleg barátta gegn fasisma og afturhaldi hvarvetna í heimin- um þeirri þjóðræknisstefnu sem hjá Kristni átti djúpar rætur í þekkingu hans á sögu íslendinga og bókmenntum. Báðum þessum sjónarmiðum var útgáfu- starfsemi Máls og menningar helguð að verulegu leyti, en þegar fram í sótti varð þjóðræknisstefnan, hin nýja sjálfstæðisbarátta íslendinga, ef til vill veigamesta sjónarmiðið í starfi Kristins og viðhorfi. Framvinda heimsmála varð með þeim hætti að bjartsýn áform stofnenda Máls og menningar áttu erfiðara uppdráttar en vonir þeirra höfðu staðið til. Starf þeirra og barátta var þó síður en svo unnin fyrir gýg; þeir gjörbreyttu viðhorfum fjölda manna, vöktu þá til umhugsunar, til viðnáms og nýrrar sóknar. Sú hreyfing sem Kristinn og félagar hans stofnuðu til setti svip sinn á menningarbaráttu næstu áratuga á fleiri sviðum en marga grunar í fljótu bragði, og meginsjón- armið þeirra eru síður en svo úrelt. Því er sízt að neita að mörg hafa vonbrigðin orðið á þeim árum sem liðin eru síðan Mál og menning var stofnuð. En ekkert var Kristni fjær skapi en að leggja árar í bát eða gefast upp þótt á móti blési. Hann lagði fram allt sitt þrek og harðfylgi í sjálfstæðismálum þjóðarinnar, í baráttunni gegn Kefla- víkursamningnum, innlimun í Atlantshafsbandalagið og hernámi landsins. Og þeirri baráttu hélt hann ótrauður áfram til hinztu stundar með þeim bjart- sýna kjarki sem aldrei lét bugast. Sama tryggðin við hugsjónir sínar og sama bjartsýnin í öllum erfiðleikum kom fram hvarvetna í störfum Kristins. Mál og menning var alla tíð óskabarn hans, og hann var óþreytandi í hugkvæmni sinni að finna nýjar leiðir til að fleyta félaginu yfir margvíslega erfiðleika sem að því steðjuðu. Þau úrræði 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.