Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Qupperneq 31

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Qupperneq 31
Bréf til Kristínar Guðmundardóttur er orðið mér einskið virði. Allur heimur guðs er ættland mitt. En hætt er við, að það verði efnahag mínum ofvaxið að lifa með mönnum. Og þá er eg dæmdur þangað, sem réttlætið er verzlunarvara, sannleikurinn hlutabréf í togara og mannúðin fótum troðin af svínum. En eg skoða það sem hvern annan kross, er eg tel mig skyldan að bera með auðmýkt og undirgefni, ef forlögin þröngva mér aftur norður til íslands. Samt á eg ekkert erindi til íslands. Eg er ekki fær um að gera þar hið minsta gagn. Á íslandi yrði eg ekki til annars en að rugla þá friðarins sam- stillingu, sem vinur minn Guðmundur Hagalín, Sigurður Þórólfsson, Jón Björnsson og Sigríður Sigfúsdóttir eru sköpuð til að vekja í hjörtum sögu- þjóðarinnar. Og nú er eg kominn á þá skoðun, eftir að hafa horft á niður- lægingu íslenzkrar menningar í fjóra mánuði eins og málverk úr hæfilegri fjarlægð, að olíutýrurnar í baðstofukytrum feðra minna geri þjóðinni meira gagn en mitt rauða villuljós. -— En samt verð eg að vinna. Eg verð að vinna látlaust. Iðjuleysinginn glatar sálu sinni. En eg er ekki fær um að hjálpa einni einustu sál með skrifum mínum. Berðu brúðgumanum himneska kæra kveðju mína. Segðu honum, að eg hafi nýlega keypt bók, sem hann geti fengið hjá mér síðar. Hún er eftir indverska spekinginn Jinarajadasa og heitir Practical theosophy. Einn kafli þessarar ágætu bókar er um forretningsmenn og forretningar. Þessi kafli hentar einkarvel „hnignun tímanna“. Eg sé, að sál Sigurðar vinar míns er farin að þreytast á haráttunni við þyngdarlögmálið. Bók Jinarajadasa getur kanski létt ofurlítið undir með henni. Það er heilagur sannleikur, að eina gagnið, sem mín lítilfj örlegu störf á íslandi hafa eftir sig látið, er bráðabirgðarsáluhjálp Sigurðar Jónassonar. Ef miðsóknaraflið tosar honum aftur niður í sama myrkrið og hann reikaði í fyrir 8 árum, þá hefi eg bókstaflega lifað til einskis, það sem af er æfi minni. Endurfæðing Sigurðar hefir ekki verið mér vínber án þistla. Hingað til hefir hann átt sammerkt meistara sínum í því að þykja hrösunin fyrirhafnarminni en skessuskrefin upp í hinar andlegu hæðir. 0, þú veiki reyr af vindi skekinn! Hve nær megnar máttur föður míns á hæðum að láta þig standa stöðugan í heiðnyrðingum fánýtra freistinga? Ertu ekki búinn að ganga úr skugga um það fyrir langalöngu, að hít girndanna er óseðjandi? Að seðja fýsnir sínar er eins og að fylla botnlaust kerald ilmandi víni. Þó veit eg, að Sigurður fellur ekki fyrir fult og alt. Eg veit, að þegar í þessu jarðlífi er honum fyrir sett að skrýðast skrúða réttlátra. Á þeim degi get eg sagt lofsyngjandi við sálu mína: Þú hefir þó ekki stigið niður í duft 141
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.