Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 40

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Page 40
Tímarit Máls og menningar hreysi upp undir Geirstúni. Hún sýndi Reykvíkingum þá frekju og ósvífni að eiga silkisvuntu, reyndar gamla og slitna, sem hún notaði við hátíðleg tækifæri. En þetta var líka tuttugu árum áður en frjálslyndasti maður Is- lands, prófessor Haraldur Níelsson, stórhneykslaðist á, „að jafnvel bænda- dætur væru farnar að ganga með silkisvuntur.“ Ég gleymi aldrei þeim átakanlegu þjáningum, sem ung stúlka austan úr Mýrdal eitt sinn lýsti fyrir mér. Þetta gerðist skömmu eftir aldamótin. Stúlka þessi var í vist hjá Þórði á Hól, bróður frú Sigþrúðar Steffensen. Sunnudags- kvöld eitt í góðu veðri buðu tvær heimasætur henni með sér á skemmtigöngu umhverfis Austurvöll, en þar var leikið á lúðra þetta kvöld. Þetta varð hræðileg píslarganga fyrir stúlkuna. Hólssystur voru nefnilega báðar með silkisvuntur. Veslings stúlkan, sem gekk á milli þeirra með sína sparisvuntu austan úr Mýrdal, ætlaði að hníga niður af skömm og blygðun, svo hræðilega lj ót og léleg þótti henni sín svunta. Það verður ekki ofsögum sagt af eigingirni minni og annarri skítmennsku. Ég hugsaði aldrei um aðra en sjálfan mig, átti ekki vott af tilliti til annarra, ekki vott af siðferðiskennd. Kvöld eitt í tunglsljósi, haustið 1904, fór ég eftir vinnu niður í Austur- stræti 17 og keypti mér eitt pund af eplum fyrir 25 aura. Ég efast um, að móðir mín hafi þá átt peninga fyrir rúgbrauði. Epli voru þá og eru enn minn uppáhaldsávöxtur. Enda var það epli að þakka, að blessuð syndin komst inn í heiminn. Ég át öll eplin á leiðinni frá Austurstræti upp að Laufásveg 27. En þá langaði mig í meira, svo að ég fór aftur niður eftir og keypti annað pund. Það fór á sömu leið; þau voru uppétin, þegar ég kom aftur heim. Það var svosem ekki verið að hugsa um að gefa bróður sínum eitt epli. Á þessu hausti lánaði ég Olafi Thors þrjátíu aurana, sem hann enn þann dag í dag hefur ekki borgað mér. En hann sagði mér þá fínustu „kompli- ment“, sem þá var hægt að segja einum manni hér á landi. — Hann sagði: „Þú átt peninga eins og skít.“ í sextíu ár hef ég vitað, að íslenzkir menntamenn standa yfirleitt fyrir neðan öll menntunarlágmörk. En að þeir ættu heimsmet í dónaskap vissi ég ekki fyrr en ég kom að Reykholti nýlega. Það er hámark af dónaskap að leyfa sér að bjóða siðuðum útlendingum að horfa upp á þennan bárujárns- hænsnakofa, sem þeir kalla kirkju þarna á staðnum. 150
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.