Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 42
Tímarit Máls og menningar
báðum þessum mönnum til sóma. Einhver fábjáni hefur samt orðið til þess
að hneykslast á henni.
Una er ein af þessum manneskjum, sem þurfa að Hggja fleiri áratugi í
gröfinni, áður en maður byrjar að átta sig á þeim. Mikið skelfing verða
allar hefðarfrúr Reykjavíkur aumar og vesælar, séu þær nú bornar saman við
konu þessa, sem á sínum tíma virtist vera aumust og vesælust allra kvenna
í Reykjavík.
Una var hetja, sem þrátt fyrir sárustu fátækt, neyð og margskonar and-
streymi aldrei gafst upp. Það mætti læra margt og mikið af þeirri konu.
Það er mikil gæfa að eiga vitneskju um líf hennar.
Það væri fróðlegt að eiga lista yfir allt þetta fólk, sem var í fæði og til
húsa hjá henni. Þeir, sem lítið þekkja til, halda máski, að þar hafi einungis
mellur og fyllibyttur átt heima, en það var öðru nær. Af stúlkum nefni ég
aðeins tvær, sem mikil prýði var að, Indíönu Pétursdóttur og Soffíu Bjart-
marsdóttur. Indíana var aldrei kölluð annað en Indíana fagra, enda bar hún
það nafn með réttu. Ég sá hana einu sinni á leiksviði í Iðnó, hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Mig minnir, að það væri í „Þrumuveðrinu“ eftir Hostrup.
Soffía Bjartmarsdóttir frá Manheimum á Skarðsströnd var fríð og glæsi-
leg stúlka, stórvelgefin. Hún fór til Ameríku og andaðist þar skömmu síðar.
Af karlmönnum nefni ég aðeins bræðurna Eirík og Bjöm Stefánssyni frá
Auðkúlu. Þeir áttu báðir eftir að verða merkis prestar.
Samt fer ég ekki dult með það, að Erlendur Guðmundsson átti ekki allt-
af sjö dagana sæla hjá móður sinni í Unuhúsi. En hann komst óskemmdur
í gegnum það allt.
152