Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Side 56
Tímarit Máls og menningar
guðsdýrkunarforma þeirra og siðakerfis. Það er engan veginn óhugsandi,
að sumir þeir, sem hneigjast til ásatrúar, geri það einnig af löngun til að lifa
lífi liðinnar aldar, og komast þannig í snertingu við forna menningu.
Þjóðræknistilfinningin kann einnig að hafa sitt að segja, eins og hjá þeim,
sem tóku upp litklæðin á alþingishátíðinni. Það er engan veginn einsdæmi í
trúarsögunni, að þjóðernisvitund og trúarhefðir tengist. Þannig er það bæði
hjá Aröbum og Gyðingum, og sjálfsagt miklu víðar á vorum dögum. En það
er ekki þar með sagt, að ástæða hafi alltaf þótt til að stíga skrefið alveg út
og taka upp aftur forn trúarbrögð. Kringum Kyrusarhátíðina í íran 1971
mátti veita því athygli, hversu mikið bar á táknum, merkjum og myndum
frá forn-trú írana (eða Persa), svo sem tákni Ahura-Mazda, en engum kom
víst til hugar, að íranskeisari, sem er einlægur Muslim-maður, væri að reyna
að snúa þegnum sínum til fornrar heiðni.
Svo sem kunnugt er, veita rit Snorra Sturlusonar einna gleggsta fræðslu
um forna ásatrú, út frá skilningi sinnar tíðar og þeim heimildum, er honum
voru tiltækar. Hinn kunni norski vísindamaður Frederik Paasche heldur því
fram, að áhugi Snorra á goðafræðinni hafi ekki aðeins staðið i sambandi við
skýringar hans á skáldskaparmáli, heldur hafi hér verið um að ræða eins-
konar afturhvarf til heiðni. Friðaröldin, sem upp rann eftir kristnitökuna,
hafi átt rót sína að rekja til þess, að höfðingjar og ráðamenn landsins hafi
gengið hinum nýja sið á hönd. Hernaður og siðspilling Sturlungaaldarinnar
hafi aftur á móti stafað af því, að tiltölulega færri valdamenn hafi þá haft
klerklega vígslu og því orðið óháðari kirkjunni. Um þetta flutti Paasche
fyrirlestra vorið 1941 í Uppsölum, og voru þeir gefnir út í bókarformi með
titlinum: „Mötet mellom hedendom og kristendom i Norden“.
Á nítjándu öldinni voru uppi á Norðurlöndum skáld og menntamenn, sem
vildu endurvekja virðinguna fyrir menningarerfðum norrænnar fornaldar,
og þar á meðal goðafræði ásatrúarinnar. íslenzku rímnaskáldin höfðu raunar
ausið af brunni Eddu kynslóð fram af kynslóð, og hagnýttu sér skáldamál
hennar, og goðfræðilegar samlíkingar út í æsar. En utan íslands voru þessi
fornu fræði lítt metin. Eftir hið svonefnda endurreisnartímabil veittu skáld og
listamenn æ meiri athygli bæði goðsögnum og helgisögnum suðrænni landa,
einkum rómverskum og grískum. Listamenn eins og Albert Thorvaldsen
sóttu efnivið til rómverskrar og grískrar goðafræði. Það var því engan veg-
inn óeðlilegt, að fram kæmu skáld eins og til dæmis Grundtvig og Tegner,
sem höfðu allan hugann við samskonar sagnir, sem geymzt höfðu á norður-
löndum. Þeir voru heils hugar kristnir menn, og hinn norræni menningar-
166