Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1973, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar guðsdýrkunarforma þeirra og siðakerfis. Það er engan veginn óhugsandi, að sumir þeir, sem hneigjast til ásatrúar, geri það einnig af löngun til að lifa lífi liðinnar aldar, og komast þannig í snertingu við forna menningu. Þjóðræknistilfinningin kann einnig að hafa sitt að segja, eins og hjá þeim, sem tóku upp litklæðin á alþingishátíðinni. Það er engan veginn einsdæmi í trúarsögunni, að þjóðernisvitund og trúarhefðir tengist. Þannig er það bæði hjá Aröbum og Gyðingum, og sjálfsagt miklu víðar á vorum dögum. En það er ekki þar með sagt, að ástæða hafi alltaf þótt til að stíga skrefið alveg út og taka upp aftur forn trúarbrögð. Kringum Kyrusarhátíðina í íran 1971 mátti veita því athygli, hversu mikið bar á táknum, merkjum og myndum frá forn-trú írana (eða Persa), svo sem tákni Ahura-Mazda, en engum kom víst til hugar, að íranskeisari, sem er einlægur Muslim-maður, væri að reyna að snúa þegnum sínum til fornrar heiðni. Svo sem kunnugt er, veita rit Snorra Sturlusonar einna gleggsta fræðslu um forna ásatrú, út frá skilningi sinnar tíðar og þeim heimildum, er honum voru tiltækar. Hinn kunni norski vísindamaður Frederik Paasche heldur því fram, að áhugi Snorra á goðafræðinni hafi ekki aðeins staðið i sambandi við skýringar hans á skáldskaparmáli, heldur hafi hér verið um að ræða eins- konar afturhvarf til heiðni. Friðaröldin, sem upp rann eftir kristnitökuna, hafi átt rót sína að rekja til þess, að höfðingjar og ráðamenn landsins hafi gengið hinum nýja sið á hönd. Hernaður og siðspilling Sturlungaaldarinnar hafi aftur á móti stafað af því, að tiltölulega færri valdamenn hafi þá haft klerklega vígslu og því orðið óháðari kirkjunni. Um þetta flutti Paasche fyrirlestra vorið 1941 í Uppsölum, og voru þeir gefnir út í bókarformi með titlinum: „Mötet mellom hedendom og kristendom i Norden“. Á nítjándu öldinni voru uppi á Norðurlöndum skáld og menntamenn, sem vildu endurvekja virðinguna fyrir menningarerfðum norrænnar fornaldar, og þar á meðal goðafræði ásatrúarinnar. íslenzku rímnaskáldin höfðu raunar ausið af brunni Eddu kynslóð fram af kynslóð, og hagnýttu sér skáldamál hennar, og goðfræðilegar samlíkingar út í æsar. En utan íslands voru þessi fornu fræði lítt metin. Eftir hið svonefnda endurreisnartímabil veittu skáld og listamenn æ meiri athygli bæði goðsögnum og helgisögnum suðrænni landa, einkum rómverskum og grískum. Listamenn eins og Albert Thorvaldsen sóttu efnivið til rómverskrar og grískrar goðafræði. Það var því engan veg- inn óeðlilegt, að fram kæmu skáld eins og til dæmis Grundtvig og Tegner, sem höfðu allan hugann við samskonar sagnir, sem geymzt höfðu á norður- löndum. Þeir voru heils hugar kristnir menn, og hinn norræni menningar- 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.